Innlent

Ríkisstjórnar­flokkarnir fá 155 milljónir úr ríkissjóði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Heildargreiðslur til stjórnmálaflokka nema 286 milljónum á þessu ári.
Heildargreiðslur til stjórnmálaflokka nema 286 milljónum á þessu ári. vísir/ernir
Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fá samtals 155 milljónir króna úr ríkissjóði. Er það vegna þess að þessir tveir flokkar fengu flest atkvæði í kosningunum árið 2013. Stjórnarandstöðuflokkarnir fá samtals 112 milljónir.

Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Flokkar sem ekki fengu neinn fulltrúa á þingi fá síðan afganginn af þeim 286 milljónum sem er veitt samtals til stjórnmálaflokka; 18,5 milljónir króna. Það eru Dögun og Flokkur heimilanna en þeir fengu báðir rétt rúmlega þrjú prósent atkvæða í kosningunum.

Til að fá greiðslu úr ríkissjóði þurfa flokkar annað hvort að hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Framlagið skiptist svo hlutfallslega á milli flokka eftir atkvæðamagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×