Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 26-23 | Langþráður FH-sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2015 21:30 Einar Rafn Eiðsson fór á kostum í kvöld og skoraði tíu mörk. vísir/pjetur FH vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla síðan 1. október þegar liðið lagði nýliða Gróttu að velli, 26-23, í Kaplakrika í kvöld. FH stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu Seltirninga og jafnaði þá í leiðinni að stigum. Markvarslan hefur ekki verið góð hjá það sem af er vetri en Ágúst Elí Björgvinsson sýndi hvað í honum býr í kvöld. Þessi efnilegi markvörður var í miklum ham og byrjaði leikinn frábærlega. Hann varði þrjú fyrstu skot Gróttumanna og 12 skot alls í fyrri hálfleik (57%). Og þökk sé þessari markvörslu voru heimamenn með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Einar Rafn Eiðsson fór mikinn í upphafi leiks og skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum FH sem komst í 6-3 um miðjan fyrri hálfleik. Ásbjörn Friðriksson átti einnig flottur í sókninni, skoraði fjögur mörk og átti nokkrar stoðsendingar á félaga sína. FH náði mest fimm marka forystu en munurinn var fjögur mörk, 13-9, í hálfleik. Skotnýting FH-inga var ekkert sérstök (46%) í fyrri hálfleik en varnarleikurinn var sterkur og Ágúst frábær í markinu. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og þegar 18 mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn átta mörk, 20-12, eftir þrjú mörk Hafnfirðinga í röð. Það var fyrst þá sem Gróttumenn byrjuðu að spila af einhverjum krafti, í nær vonlausri stöðu. Þeir þéttu vörnina og fyrir aftan hana varði Lárus Helgi Ólafsson vel. FH skoraði ekki í 10 mínútur á meðan gestirnir gerðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 20-17. Aron Dagur Pálsson, sem fann sig engan veginn í fyrri hálfleik, fór mikinn á þessum kafla en sex af sjö mörkum hans komu í seinni hálfleik. En þegar Gróttumenn virtust vera búnir að ná í skottið á FH-ingum rykktu heimamenn aftur frá. Þeir skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu fimm marka forystu, 23-18, sem var ógjörningur fyrir gestina að vinna upp á þeim stutta tíma sem eftir var af leiknum. Liðin skiptust á mörkum á lokamínútunum en sigur Fimleikafélagsins var ekki í hættu. Lokatölur 26-23, FH í vil. Ágúst fór hamförum í markinu og varði alls 23 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig í kvöld. Einar Rafn var markahæstur FH-inga en hann skoraði 10 mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Ásbjörn kom næstur með fimm mörk. Aron Dagur skoraði mest fyrir Gróttu, eða sjö mörk. Vilhjálmur Geir Hauksson og Viggó Kristjánsson komu næstir með fjögur mörk hvor. Lárus Helgi stóð fyrir sínu og varði 14 skot (37%).Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH.Vísir/PjeturÁgúst: Búinn að bíða eftir þessum leik Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, átti hvað stærstan þátt í sigri Fimleikafélagsins á Gróttu í kvöld. Ágúst varði alls 23 skot og lagði grunninn að fyrsta sigri FH í fjórum leikjum. "Það hjálpaði mikið að verja loksins einhverja bolta," sagði Ágúst sem var ánægður með samvinnu sína og FH-varnarinnar í kvöld. "Maður er búinn að bíða eftir þessum leik, að vörnin hrökkvi í gang svo maður geti sjálfur gert það. Það hafa ekki verið nógu góð tengsl þarna á milli undanfarið en ég held að þetta sé allt að koma núna." FH lenti aldrei undir í kvöld og var með yfirhöndina nánast frá fyrstu mínútu. Liðið komst mest átta mörkum yfir, 20-12, í byrjun seinni hálfleiks en þá hrökk sóknin í baklás og liðið skoraði ekki í 10 mínútur. Grótta minnkaði muninn í þrjú mörk, 20-17, en FH-ingar svöruðu með 3-1 kafla og gerðu þar með út um leikinn. Ágúst kvaðst ekki hafa haft áhyggjur af því að FH myndi klúðra dæminu þrátt fyrir áhlaup Seltirninga. "Nei, nei, ekki þannig séð. Ég vissi allan tímann að við myndum halda þetta út. Spurningin var bara hvernig vörnin yrði og hún var góð. Við sýndum mikla vinnusemi í dag og hún skóp sigurinn," sagði Ágúst sem segir að sigurinn gefi FH-ingum byr undir báða vængi í framhaldinu. "Já, auðvitað. Við tökum alla góða og ljósa punkta með okkur í næstu leiki. Við höfum æft vel undanfarnar þrjár vikur og nú loksins uppskárum við," sagði Ágúst, maður leiksins, að endingu.Guðni: Ég var alveg úti á þekju Guðni Ingvarsson, línumaður Gróttu, sagði að FH-ingar hefðu verið miklu grimmari en Seltirningar í leik liðanna í kvöld sem FH vann 26-23. "FH-ingarnir vildu þetta miklu meira en við, ég held að það sé einfaldasta skýringin. Það er ljótt að segja það en mér fannst það líta þannig út," sagði Guðni en Gróttuliðið fór ekki í gang fyrr en munurinn var orðinn átta mörk, 20-12. "Já, það hefur aðeins verið sagan okkar í vetur. Það er rosalega erfitt að lenda átta mörkum undir. Svo skutum við í stangir og slá þegar við gátum minnkað muninn enn frekar og Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH), var rosalega sterkur þegar á reyndi,"sagði Guðni sem var allt annað en sáttur með eigin frammistöðu í kvöld. "Ef tek mig, þá var ég að leka í vörninni. Þetta var lélegt hjá mér og ég tek það á mig. Strákarnir voru flottir en ég var alveg úti á þekju og á nú að kunna þessa vörn hvað best," sagði Guðni sem spilaði einnig í framliggjandi 5-1 vörn þegar hann lék með ÍBV. Gróttumenn unnu dramatískan eins marks sigur, 31-30, á Aftureldingu í síðustu umferð þar sem þjálfari liðsins, Gunnar Andrésson, var rekinn upp í stúku. Hann tók út leikbann í kvöld en Guðni segir að þetta hefði átt að kveikja enn frekar í Seltirningum sem höfðu unnið þrjá leiki í röð áður en að leik kvöldsins kom. "Það var mikil hvatning í þessu. Gunni fær leikbann sem hann átti ekki skilið og það átti að kveikja hressilega í okkur en svo varð ekki. Þetta var voðalega slakt," sagði Guðni ákveðinn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
FH vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla síðan 1. október þegar liðið lagði nýliða Gróttu að velli, 26-23, í Kaplakrika í kvöld. FH stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu Seltirninga og jafnaði þá í leiðinni að stigum. Markvarslan hefur ekki verið góð hjá það sem af er vetri en Ágúst Elí Björgvinsson sýndi hvað í honum býr í kvöld. Þessi efnilegi markvörður var í miklum ham og byrjaði leikinn frábærlega. Hann varði þrjú fyrstu skot Gróttumanna og 12 skot alls í fyrri hálfleik (57%). Og þökk sé þessari markvörslu voru heimamenn með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Einar Rafn Eiðsson fór mikinn í upphafi leiks og skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum FH sem komst í 6-3 um miðjan fyrri hálfleik. Ásbjörn Friðriksson átti einnig flottur í sókninni, skoraði fjögur mörk og átti nokkrar stoðsendingar á félaga sína. FH náði mest fimm marka forystu en munurinn var fjögur mörk, 13-9, í hálfleik. Skotnýting FH-inga var ekkert sérstök (46%) í fyrri hálfleik en varnarleikurinn var sterkur og Ágúst frábær í markinu. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og þegar 18 mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn átta mörk, 20-12, eftir þrjú mörk Hafnfirðinga í röð. Það var fyrst þá sem Gróttumenn byrjuðu að spila af einhverjum krafti, í nær vonlausri stöðu. Þeir þéttu vörnina og fyrir aftan hana varði Lárus Helgi Ólafsson vel. FH skoraði ekki í 10 mínútur á meðan gestirnir gerðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 20-17. Aron Dagur Pálsson, sem fann sig engan veginn í fyrri hálfleik, fór mikinn á þessum kafla en sex af sjö mörkum hans komu í seinni hálfleik. En þegar Gróttumenn virtust vera búnir að ná í skottið á FH-ingum rykktu heimamenn aftur frá. Þeir skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu fimm marka forystu, 23-18, sem var ógjörningur fyrir gestina að vinna upp á þeim stutta tíma sem eftir var af leiknum. Liðin skiptust á mörkum á lokamínútunum en sigur Fimleikafélagsins var ekki í hættu. Lokatölur 26-23, FH í vil. Ágúst fór hamförum í markinu og varði alls 23 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig í kvöld. Einar Rafn var markahæstur FH-inga en hann skoraði 10 mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Ásbjörn kom næstur með fimm mörk. Aron Dagur skoraði mest fyrir Gróttu, eða sjö mörk. Vilhjálmur Geir Hauksson og Viggó Kristjánsson komu næstir með fjögur mörk hvor. Lárus Helgi stóð fyrir sínu og varði 14 skot (37%).Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH.Vísir/PjeturÁgúst: Búinn að bíða eftir þessum leik Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, átti hvað stærstan þátt í sigri Fimleikafélagsins á Gróttu í kvöld. Ágúst varði alls 23 skot og lagði grunninn að fyrsta sigri FH í fjórum leikjum. "Það hjálpaði mikið að verja loksins einhverja bolta," sagði Ágúst sem var ánægður með samvinnu sína og FH-varnarinnar í kvöld. "Maður er búinn að bíða eftir þessum leik, að vörnin hrökkvi í gang svo maður geti sjálfur gert það. Það hafa ekki verið nógu góð tengsl þarna á milli undanfarið en ég held að þetta sé allt að koma núna." FH lenti aldrei undir í kvöld og var með yfirhöndina nánast frá fyrstu mínútu. Liðið komst mest átta mörkum yfir, 20-12, í byrjun seinni hálfleiks en þá hrökk sóknin í baklás og liðið skoraði ekki í 10 mínútur. Grótta minnkaði muninn í þrjú mörk, 20-17, en FH-ingar svöruðu með 3-1 kafla og gerðu þar með út um leikinn. Ágúst kvaðst ekki hafa haft áhyggjur af því að FH myndi klúðra dæminu þrátt fyrir áhlaup Seltirninga. "Nei, nei, ekki þannig séð. Ég vissi allan tímann að við myndum halda þetta út. Spurningin var bara hvernig vörnin yrði og hún var góð. Við sýndum mikla vinnusemi í dag og hún skóp sigurinn," sagði Ágúst sem segir að sigurinn gefi FH-ingum byr undir báða vængi í framhaldinu. "Já, auðvitað. Við tökum alla góða og ljósa punkta með okkur í næstu leiki. Við höfum æft vel undanfarnar þrjár vikur og nú loksins uppskárum við," sagði Ágúst, maður leiksins, að endingu.Guðni: Ég var alveg úti á þekju Guðni Ingvarsson, línumaður Gróttu, sagði að FH-ingar hefðu verið miklu grimmari en Seltirningar í leik liðanna í kvöld sem FH vann 26-23. "FH-ingarnir vildu þetta miklu meira en við, ég held að það sé einfaldasta skýringin. Það er ljótt að segja það en mér fannst það líta þannig út," sagði Guðni en Gróttuliðið fór ekki í gang fyrr en munurinn var orðinn átta mörk, 20-12. "Já, það hefur aðeins verið sagan okkar í vetur. Það er rosalega erfitt að lenda átta mörkum undir. Svo skutum við í stangir og slá þegar við gátum minnkað muninn enn frekar og Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH), var rosalega sterkur þegar á reyndi,"sagði Guðni sem var allt annað en sáttur með eigin frammistöðu í kvöld. "Ef tek mig, þá var ég að leka í vörninni. Þetta var lélegt hjá mér og ég tek það á mig. Strákarnir voru flottir en ég var alveg úti á þekju og á nú að kunna þessa vörn hvað best," sagði Guðni sem spilaði einnig í framliggjandi 5-1 vörn þegar hann lék með ÍBV. Gróttumenn unnu dramatískan eins marks sigur, 31-30, á Aftureldingu í síðustu umferð þar sem þjálfari liðsins, Gunnar Andrésson, var rekinn upp í stúku. Hann tók út leikbann í kvöld en Guðni segir að þetta hefði átt að kveikja enn frekar í Seltirningum sem höfðu unnið þrjá leiki í röð áður en að leik kvöldsins kom. "Það var mikil hvatning í þessu. Gunni fær leikbann sem hann átti ekki skilið og það átti að kveikja hressilega í okkur en svo varð ekki. Þetta var voðalega slakt," sagði Guðni ákveðinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira