Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 16:00 Þorsteinn Sæmundsson í ræðustól. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00