Handbolti

KA/Þór vann botnbaráttuslaginn og Stjarnan marði Selfoss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena í eldlínunni.
Helena í eldlínunni. vísir/vilhelm
KA/Þór vann botnbaráttuslaginn gegn Aftureldingu í Olís-deild kvenna, en lokatölur á Akureyri urðu 34-27. Annar sigur Akureyrarliðsins í vetur.

KA/Þór leiddi 15-14 í hálfleik eftir að hafa verið yfir allan fyrri hálfleikinn, nema þegar staðan var 14-14. Í síðari hálfleik spýttu þær svo í lófana og náðu sjö marka forystu. Þær unnu svo að lokum sjö marka sigur, 34-27.

Þær fóru með sigrinum upp að hlið FH í ellefta til tólfta sæti deildarinnar, en Afturelding og ÍR sitja á botninum með þrjú stig.

Stjarnan marði Selfoss í hinum leik dagsins, 29-28. Stjörnukonur leiddu í hálfleik 17-13 og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik, en gestirnir frá Selfossi voru aldrei langt undan. Lokatölur urðu svo 29-28, en dramatíkin var mikil í lokin.

Helena Rut Örvarsdóttir lék á alls oddi fyrir Stjörnuna og skoraði ellefu mörk, en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir gerði tíu fyrir Selfoss.

Stjarnan er í sjötta sætinu með fjórtán stig, en Selfoss er sæti neðar með tveimur stigum minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×