Viðskipti erlent

Vandræði Grikkja hafa áhrif

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Financial Times hefur eftir Angelu Merkel Þýskalandskanslara að Þjóðverjar geri enn ráð fyrir að Grikkir standi við skuldbindingar sínar.
Financial Times hefur eftir Angelu Merkel Þýskalandskanslara að Þjóðverjar geri enn ráð fyrir að Grikkir standi við skuldbindingar sínar. Nordicphotos/AFP
Evran hafði um stund í gær ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadal síðan í mars 2006, að því er fram kemur í umfjöllun Financial Times.

Veikingin er sögð hafa komið í kjölfar fregna Der Spiegel um helgina um að Þýskaland væri reiðubúið að heimila Grikklandi að ganga út úr evrusamstarfinu og vísbendingar væru um að seðlabanki Evrópu byggi sig undir frekari kaup á ríkisskuldabréfum.

Fram kemur að dollarinn hafi styrkst gagnvart öllum gjaldmiðlum nema japönsku jeni og ekki verið sterkari í níu ár. Evran hafi fallið um svo mikið sem 1,2 prósent gagnvart dollar en hún hafi aðeins rétt úr kútnum aftur í 1,1955 dollara á móti evru, og hafði þá ekki verið lægri í fjögur og hálft ár.

Gengissveifla evrunnar átti sér að sögn Financial Times stað áður en birtar voru tölur um að verðbólga hafði ekki verið minni á evrusvæðinu í fimm ár í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×