Karen: Tókum til hjá okkur og löguðum sóknarleikinn Ingvi Þór SÆmundsson skrifar 6. mars 2015 06:45 Karen Helga Díönudóttir fer fyrir Haukaliðinu. vísir/valli Haukar hafa verið á mikilli siglingu í Olís-deild kvenna að undanförnu en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 26 stig þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi og fyrirliði Hauka, segir að Hafnarfjarðarliðið hafi nýtt vetrarfríið vel til að bæta það sem miður fór í upphafi tímabils, en Haukar töpuðu fimm af átta fyrstu deildarleikjum sínum. „Við vorum ekki nógu sáttar með okkur sjálfar eftir fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Karen, sem var í skólanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær, en hún stundar nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við tókum til hjá okkur, fórum vel yfir það sem þurfti að laga og settum okkur skýrari markmið. Okkur fannst sóknarleikurinn ekki hafa staðið undir nafni og eyddum miklum tíma í að bæta hann í vetrarfríinu,“ sagði Karen. Hún bætti þó við að Haukar þyrftu væntanlega aðeins að breyta áherslunum hjá sér en báðar örvhentu skyttur liðsins, Viktoría Valdimarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir, eru meiddar á hné og verða líklega ekki meira með á tímabilinu. Haukar eru sem áður segir í 4. sæti deildarinnar en Karen segir að 5. sætið hafi verið markmiðið fyrir tímabilið: „Við erum komnar upp í 4. sætið og eru staðráðnar í að halda okkur þar. Það er smá stökk upp í 3. sætið en það getur allt gerst,“ sagði Karen, en hversu langt getur Haukaliðið farið í vetur? „Alla leið, eigum við ekki að segja það. Það býr mikið í þessu liði, mikið hungur og mikil leikgleði,“ sagði Karen sem hefur, líkt og allt Haukaliðið, verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Hún lék sína fyrstu A-landsliðsleiki síðasta haust og stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu. „Að sjálfsögðu, annars væri maður ekki í þessu. Þarna vill maður vera,“ sagði Karen að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Haukar hafa verið á mikilli siglingu í Olís-deild kvenna að undanförnu en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 26 stig þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi og fyrirliði Hauka, segir að Hafnarfjarðarliðið hafi nýtt vetrarfríið vel til að bæta það sem miður fór í upphafi tímabils, en Haukar töpuðu fimm af átta fyrstu deildarleikjum sínum. „Við vorum ekki nógu sáttar með okkur sjálfar eftir fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Karen, sem var í skólanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær, en hún stundar nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við tókum til hjá okkur, fórum vel yfir það sem þurfti að laga og settum okkur skýrari markmið. Okkur fannst sóknarleikurinn ekki hafa staðið undir nafni og eyddum miklum tíma í að bæta hann í vetrarfríinu,“ sagði Karen. Hún bætti þó við að Haukar þyrftu væntanlega aðeins að breyta áherslunum hjá sér en báðar örvhentu skyttur liðsins, Viktoría Valdimarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir, eru meiddar á hné og verða líklega ekki meira með á tímabilinu. Haukar eru sem áður segir í 4. sæti deildarinnar en Karen segir að 5. sætið hafi verið markmiðið fyrir tímabilið: „Við erum komnar upp í 4. sætið og eru staðráðnar í að halda okkur þar. Það er smá stökk upp í 3. sætið en það getur allt gerst,“ sagði Karen, en hversu langt getur Haukaliðið farið í vetur? „Alla leið, eigum við ekki að segja það. Það býr mikið í þessu liði, mikið hungur og mikil leikgleði,“ sagði Karen sem hefur, líkt og allt Haukaliðið, verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Hún lék sína fyrstu A-landsliðsleiki síðasta haust og stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu. „Að sjálfsögðu, annars væri maður ekki í þessu. Þarna vill maður vera,“ sagði Karen að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira