Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar konur Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 19. júní 2015 11:00 Auður Styrkársdóttir Vísir/Valli Auður Styrkársdóttir er formaður framkvæmdanefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna ásamt því að vera forstöðukona Kvennasögusafnsins sem starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafnsins. Hún hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi þessara tímamóta. „Nefndin var skipuð í september árið 2013 og okkur var falið að koma með tillögur til Alþingis sem þau gætu ráðist í til þess að minnast þessa merka dags,“ segir Auður. Meðal tillagana sem Alþingi samþykkti voru sýningar í höfuðsöfnum landsins, ráðstefna í Hörpunni í október á þessu ári, hátíðarhöld á Austurvelli í dag og rit sem gefið verður út árið 2020 sem verður helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þá verða einnig komin 100 ár frá því að konur og karlar fengu sömu kosningaréttindi, en þau lög voru samþykkt í stjórnarskránni árið 1920. Þessi dagur markar merkileg kaflaskil í sögu Íslands. „Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar íslenskar konur, ungar sem aldnar. Þennan dag minnumst við sögunnar, við minnumst þess mikla starfs sem forverar okkur lögðu á sig. Það er full ástæða til að þakka þeim fyrir,“ segir Auður. „Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur.“ Framkvæmdanefndin vegna aldarafmælisins var kjörin á fundi sem forseti alþingis boðaði til með fulltrúum samtaka kvenna og jafnréttismála um land allt. Í nefndinni sitja Siv Friðleifsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Erla Karlsdóttir, Ingimar Karl Helgason, Ólafía B. Rafnsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Menning Tengdar fréttir Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Auður Styrkársdóttir er formaður framkvæmdanefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna ásamt því að vera forstöðukona Kvennasögusafnsins sem starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafnsins. Hún hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi þessara tímamóta. „Nefndin var skipuð í september árið 2013 og okkur var falið að koma með tillögur til Alþingis sem þau gætu ráðist í til þess að minnast þessa merka dags,“ segir Auður. Meðal tillagana sem Alþingi samþykkti voru sýningar í höfuðsöfnum landsins, ráðstefna í Hörpunni í október á þessu ári, hátíðarhöld á Austurvelli í dag og rit sem gefið verður út árið 2020 sem verður helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þá verða einnig komin 100 ár frá því að konur og karlar fengu sömu kosningaréttindi, en þau lög voru samþykkt í stjórnarskránni árið 1920. Þessi dagur markar merkileg kaflaskil í sögu Íslands. „Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar íslenskar konur, ungar sem aldnar. Þennan dag minnumst við sögunnar, við minnumst þess mikla starfs sem forverar okkur lögðu á sig. Það er full ástæða til að þakka þeim fyrir,“ segir Auður. „Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur.“ Framkvæmdanefndin vegna aldarafmælisins var kjörin á fundi sem forseti alþingis boðaði til með fulltrúum samtaka kvenna og jafnréttismála um land allt. Í nefndinni sitja Siv Friðleifsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Erla Karlsdóttir, Ingimar Karl Helgason, Ólafía B. Rafnsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Menning Tengdar fréttir Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00