Er miklu betri í stuttbuxunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2015 06:00 Grétar Ari sýnir hér lipur tilþrif í markinu. Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands í handbolta unnu í gær sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í Ural í Rússlandi. Ísland lagði þá Noreg að velli, 32-29, eftir sveiflukenndan leik en Norðmenn voru með fimm marka forystu þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum. En á lokakaflanum breyttu Íslendingar um vörn og hún lagði grunninn að frábærum endaspretti sem tryggði Íslandi stigin tvö og um leið sigur í B-riðli.Breytt vörn skipti miklu „Þetta var frábært,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Markverðir Íslands, Grétar og Einar Baldvin Baldvinsson, áttu erfitt uppdráttar framan af leik í gær en Grétar kom sterkur inn á lokakaflanum og varði mikilvæg skot. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? „Mjög góður sóknarleikur. Ég veit reyndar ekki mikið um sóknarleik en mér fannst hann góður sem og hraðaupphlaupin,“ sagði Grétar og bætti við: „Það var líka ákveðinn vendipunktur þegar þeir fengu tveggja mínútna brottvísun og við breyttum í 4-2 vörn. Þá batnaði vörnin og markvarslan. Við vorum ekki góðir í markinu fram að því.“ Grétar, sem leikur með Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor, er annars nokkuð sáttur með markvörsluna á mótinu: „Það hefur mestmegnis gengið vel, held ég, en það er erfitt að segja. Persónulega finnst mér alltaf eitthvað sem má bæta,“ sagði Grétar.Verðum að taka leikinn alvarlega Ísland hefur sem áður segir unnið alla fjóra leiki sína á HM; gegn Þýskalandi, Spáni, Egyptalandi og Noregi. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir, gegn Venesúela sem er með langlélegasta liðið í riðlinum. Þótt venesúelska liðið sé fallbyssufóður segir Grétar að íslenska liðið verði að mæta einbeitt til leiks á morgun. „Við skuldum okkur það sjálfum og öllum öðrum að sýna leiknum virðingu og gera þetta almennilega. Það er ekkert gaman að spila ef þú tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Grétar en Ísland mætir liðinu sem endar í 4. sæti A-riðils í 16-liða úrslitum á sunnudaginn. Líklegast er að Serbía eða Pólland verði fyrsti mótherji Íslands í útsláttarkeppninni. Grétar hefur vakið töluverða athygli á HM, ekki einungis fyrir skotin sem hann ver heldur einnig fyrir þá staðreynd að hann spilar í stuttbuxum en ekki í síðbuxum eins og langflestir markmenn. „Þetta byrjaði á EM Póllandi í fyrra þar sem var mjög heitt í höllunum. Við vorum búnir að spila tvo leiki og markvarslan var ekki góð. Ég vildi breyta einhverju og ákvað að vera í stuttbuxum,“ sagði Grétar sem segir að það hafi tekið tíma að fá það í gegn að spila í stuttbuxum en ekki síðbuxum. „Það gekk miklu betur í stuttbuxum. Ég hef alveg spilað aftur í síðbuxum en er búinn að sætta mig við að það gengur betur í stuttbuxum,“ sagði Grétar en af hverju er betra að vera í stuttbuxum? „Maður er léttari á sér og það er léttara að komast í gang. Þegar boltinn smellur í löppunum kveikir það á manni,“ sagði Grétar sem er ekki enn byrjaður að spila í stuttbuxum í Olís-deildinni en hann segir kuldann helstu fyrirstöðuna. Þessi efnilegi markmaður útilokar þó ekki að áhorfendur fái að sjá hann í stuttbuxunum í vetur. Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands í handbolta unnu í gær sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í Ural í Rússlandi. Ísland lagði þá Noreg að velli, 32-29, eftir sveiflukenndan leik en Norðmenn voru með fimm marka forystu þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum. En á lokakaflanum breyttu Íslendingar um vörn og hún lagði grunninn að frábærum endaspretti sem tryggði Íslandi stigin tvö og um leið sigur í B-riðli.Breytt vörn skipti miklu „Þetta var frábært,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Markverðir Íslands, Grétar og Einar Baldvin Baldvinsson, áttu erfitt uppdráttar framan af leik í gær en Grétar kom sterkur inn á lokakaflanum og varði mikilvæg skot. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? „Mjög góður sóknarleikur. Ég veit reyndar ekki mikið um sóknarleik en mér fannst hann góður sem og hraðaupphlaupin,“ sagði Grétar og bætti við: „Það var líka ákveðinn vendipunktur þegar þeir fengu tveggja mínútna brottvísun og við breyttum í 4-2 vörn. Þá batnaði vörnin og markvarslan. Við vorum ekki góðir í markinu fram að því.“ Grétar, sem leikur með Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor, er annars nokkuð sáttur með markvörsluna á mótinu: „Það hefur mestmegnis gengið vel, held ég, en það er erfitt að segja. Persónulega finnst mér alltaf eitthvað sem má bæta,“ sagði Grétar.Verðum að taka leikinn alvarlega Ísland hefur sem áður segir unnið alla fjóra leiki sína á HM; gegn Þýskalandi, Spáni, Egyptalandi og Noregi. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir, gegn Venesúela sem er með langlélegasta liðið í riðlinum. Þótt venesúelska liðið sé fallbyssufóður segir Grétar að íslenska liðið verði að mæta einbeitt til leiks á morgun. „Við skuldum okkur það sjálfum og öllum öðrum að sýna leiknum virðingu og gera þetta almennilega. Það er ekkert gaman að spila ef þú tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Grétar en Ísland mætir liðinu sem endar í 4. sæti A-riðils í 16-liða úrslitum á sunnudaginn. Líklegast er að Serbía eða Pólland verði fyrsti mótherji Íslands í útsláttarkeppninni. Grétar hefur vakið töluverða athygli á HM, ekki einungis fyrir skotin sem hann ver heldur einnig fyrir þá staðreynd að hann spilar í stuttbuxum en ekki í síðbuxum eins og langflestir markmenn. „Þetta byrjaði á EM Póllandi í fyrra þar sem var mjög heitt í höllunum. Við vorum búnir að spila tvo leiki og markvarslan var ekki góð. Ég vildi breyta einhverju og ákvað að vera í stuttbuxum,“ sagði Grétar sem segir að það hafi tekið tíma að fá það í gegn að spila í stuttbuxum en ekki síðbuxum. „Það gekk miklu betur í stuttbuxum. Ég hef alveg spilað aftur í síðbuxum en er búinn að sætta mig við að það gengur betur í stuttbuxum,“ sagði Grétar en af hverju er betra að vera í stuttbuxum? „Maður er léttari á sér og það er léttara að komast í gang. Þegar boltinn smellur í löppunum kveikir það á manni,“ sagði Grétar sem er ekki enn byrjaður að spila í stuttbuxum í Olís-deildinni en hann segir kuldann helstu fyrirstöðuna. Þessi efnilegi markmaður útilokar þó ekki að áhorfendur fái að sjá hann í stuttbuxunum í vetur.
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira