Björgvin: Leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á stórmótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 15:13 Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir æfingu landsliðsins í gær enda elskar hann að fara á stórmót. „Ég veit ekki númer hvað þetta stórmót er hjá mér en ég hef verið með á öllum mótum síðan 2008,“ segir Björgvin Páll en er alltaf sami fiðringurinn er hann mætir á stórmót? „Mér finnst hann alltaf vera öðruvísi. Við fórum ekki alveg með hreina samvisku til Katar enda áttum við ekki skilið að vera þar. Við börðumst fyrir þessu, eigum skilið að vera hérna og ætlum að njóta þess í botn.“Sjá einnig: Aron: Verðum að setja markið hátt Björgvin og strákarnir í landsliðinu eru alltaf metnaðarfullir og ætla sér stóra hluti á þeim mótum sem þeir taka þátt í. „Okkar markmið er alltaf að gera vel og það er frábært að byrja gegn Noregi og koma sér vel af stað. Norðmenn eru með flott lið og verða betri með hverju árinu. Þeir hafa verið á siglingu en við ætlum að stöðva þá. Í svona móti skiptir fyrsti leikurinn mjög miklu máli. Hér eru bara sterkar þjóðir og engir auðveldir leikir eins og á HM.“ Eins og áður segir elskar Björgvin Páll stórmót en er þetta það skemmtilegasta sem hann gerir? „Já. Þetta er ástæðan fyrir því að maður byrjaði í handboltanum held ég. Þetta er stund sem maður lifir fyrir. Atvinnumennskan er eitthvað allt annað en landsliðið. Ef maður væri ekki í landsliðinu og alltaf á stórmótum þá er ég ekkert viss um að ég væri í þessu,“ segir Björgvin en það dylst engum hvað honum finnst gaman að spila á svona mótum.Sjá einnig: Með stjörnur í augunum er hann borðaði með Balic „Ég er mikil tilfinningavera og leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á þessum stórmótum. Reyni að nýta mér það í vörðum boltum og smita út frá mér. Það er best að gera það í íslenska landsliðinu þar sem gleðin er alltaf við völd.“ Það er ekki alltaf auðvelt líf að vera markvörður á stórmóti. Á stundum er Björgvin hetjan sem vann leiki og þess á milli skúrkurinn því hann varði ekki neitt. „Það er ábyrgðin sem ég hef og ég vissi nú ekki þegar ég var átta ára að byrja í handbolta að ég fengi þessa ábyrgð á hverju einasta stórmóti.“ Sjá má viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir æfingu landsliðsins í gær enda elskar hann að fara á stórmót. „Ég veit ekki númer hvað þetta stórmót er hjá mér en ég hef verið með á öllum mótum síðan 2008,“ segir Björgvin Páll en er alltaf sami fiðringurinn er hann mætir á stórmót? „Mér finnst hann alltaf vera öðruvísi. Við fórum ekki alveg með hreina samvisku til Katar enda áttum við ekki skilið að vera þar. Við börðumst fyrir þessu, eigum skilið að vera hérna og ætlum að njóta þess í botn.“Sjá einnig: Aron: Verðum að setja markið hátt Björgvin og strákarnir í landsliðinu eru alltaf metnaðarfullir og ætla sér stóra hluti á þeim mótum sem þeir taka þátt í. „Okkar markmið er alltaf að gera vel og það er frábært að byrja gegn Noregi og koma sér vel af stað. Norðmenn eru með flott lið og verða betri með hverju árinu. Þeir hafa verið á siglingu en við ætlum að stöðva þá. Í svona móti skiptir fyrsti leikurinn mjög miklu máli. Hér eru bara sterkar þjóðir og engir auðveldir leikir eins og á HM.“ Eins og áður segir elskar Björgvin Páll stórmót en er þetta það skemmtilegasta sem hann gerir? „Já. Þetta er ástæðan fyrir því að maður byrjaði í handboltanum held ég. Þetta er stund sem maður lifir fyrir. Atvinnumennskan er eitthvað allt annað en landsliðið. Ef maður væri ekki í landsliðinu og alltaf á stórmótum þá er ég ekkert viss um að ég væri í þessu,“ segir Björgvin en það dylst engum hvað honum finnst gaman að spila á svona mótum.Sjá einnig: Með stjörnur í augunum er hann borðaði með Balic „Ég er mikil tilfinningavera og leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á þessum stórmótum. Reyni að nýta mér það í vörðum boltum og smita út frá mér. Það er best að gera það í íslenska landsliðinu þar sem gleðin er alltaf við völd.“ Það er ekki alltaf auðvelt líf að vera markvörður á stórmóti. Á stundum er Björgvin hetjan sem vann leiki og þess á milli skúrkurinn því hann varði ekki neitt. „Það er ábyrgðin sem ég hef og ég vissi nú ekki þegar ég var átta ára að byrja í handbolta að ég fengi þessa ábyrgð á hverju einasta stórmóti.“ Sjá má viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30
Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04
Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00
Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00
Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59
Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15