Handbolti

Ólafur með sex mörk í tapi í Makedóníu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur er að gera virkilega góða hluti fyrir Kristianstad.
Ólafur er að gera virkilega góða hluti fyrir Kristianstad. vísir/kristianstad
Ólafur Guðmundsson heldur áfram að spila vel fyrir Kristianstad, en Ólafur skoraði sex mörk í tapi Kristianstad gegn HC Vardar í Makedóníu. Lokatölur 38-36.

Hafnfirðingurinn gerði sex mörk í naumu tapi Kristianstad, en munurinn var einnig tvö mörk í hálfleik 21-19. Eftir tapið er Kristianstad með fimm stig í sjöunda sæti riðilsins, en Vardar með 14 í því fimmta.

Í sama riðli tapaði Rhein-Neckar Löwen með minnsta mun fyrir Kielce, 28-27, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 12-10. Löwen gat bjargað stigi undir lokin, en skot Andre Schmid geigaði.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark fyrir Löwen, en Alexander Petersson skoraði fimm mörk. Mads Mensah var markahæstur með sex mörk.

Ljónin eru í fjórða sæti riðilsins með 15 stig, en Kielce fór með sigrinum upp að hlið Barcelona á toppi riðilsins. Barcelona á þó leik til góða.

PSG vann öruggan sigur á Besiktast Jimnastik Kulubu í sömu deild í dag, en lokatölur urðu tólf marka sigur Parísarliðsins, 40-28.

Staðan í hálfleik var 16-11, París í vil, en í síðari hálfleik spýttu þeir enn meira í lófana og unnu að lokum tólf amarka sigur eins og áður segir, 40-28.

Mikkel Hansen gerði tólf mörk fyrir PSG og Nikola Karabatic skoraði sjö. Róbert Gunnarsson tók ekkert skot í leiknum, en París er á toppi riðils A með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×