Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 22-24 | Von ÍR-inga lifir Guðmundur Marinó Ingvarsson í Framhúsinu skrifar 10. mars 2016 21:45 vísir/ernir ÍR lagði Fram 24-22 í 23. umferð Olís deildar karla í handbolta á útivelli í kvöld. ÍR var 12-11 yfir í hálfleik. ÍR er í erfiðri stöðu í deildinni. Liðið er í fallsæti og þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið fjórum stigum á eftir næsta liði og með lakari árangur innbyrðis sem þýðir að liðið þarf að vinna þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum og treysta á að Akureyri eða FH nái ekki í meira en eitt stig til viðbótar. Þrátt fyrir að staðan sé erfið eru leikmenn ÍR staðráðnir í að leggja allt í sölurnar og það var greinilegt í kvöld. Liðið lagði allt í leikinn og lét vel finna fyrir sér bæði í vörn og sókn. ÍR var yfir nánast allan leikinn en Fram var aldrei langt undan. Fram jafnaði þegar fjórar mínútur voru eftir og tóku sig upp óþægilegar minningar hjá ÍR sem hefur tapað mörgum leikjum á lokasprettinum í vetur. Fram á í töluverðum vandræðum þessa dagana og virtist liðið skorta þor til fylgja eftir góðum kafla og gekk ÍR því á lagið í lokin og tryggði sér mikilvægan sigur. Fram hefur ekki unnið síðan liðið lagði ÍR í desember og aðeins náð í eitt stig á árinu. Lítið sjálfstraust virðist vera í liðinu og var varnleikur liðsins slakur í kvöld. Mikið þarf til að Fram sogist niður í fallbaráttu en ÍR hefur nú unnið tvo leiki í röð en liðið þarf að ljúka tímabilinu eins og það byrjaði það með að vinna fjóra síðustu leiki sína. Þá á liðið raunhæfan möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en til þess að það gerist þarf liðið að leika af sama krafti í öllum leikjum og það gerði í kvöld. Varnarlega var ÍR-liðið öflugt. Jón Heiðar Gunnarsson og Aron Örn Ægisson fóru fyrir vörninni en baráttan og krafturinn í Aroni smitast mikið út í liðið. Aron er gríðarlega kraftmikill og lætur mikið til sín taka og er leikmaður sem fæstir hafa gaman af að mæta. Ingi Rafn Róbertsson var öflugur í sókninni ásamt Jóni Heiðari og Jóni Kristni Björgvinssyni sem nýtti færi sín mjög vel í hægra horninu í fjarveru Bjarna Fritzsonar. Stefán Darri Þórsson var öflugur í sókninni hjá Fram þó hann væri mistækur á köflum en varnarlega hefur Fram yfirleitt spilað betur en í kvöld. Jón Heiðar: Þurfum að leggja allt í þessa leiki„Við erum komnir í bikarkeppni og það er allt undir í hverjum leik þannig að það hentar okkur ágætlega,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson varnartröll og línumaður ÍR sem lét mikið til sín taka í kvöld. „Við erum mikið bikarlið. Það hentar okkur ágætlega að vera undir mikilli pressu og taka einn leik í einu.“ ÍR er nú búið að vinna tvo leiki í röð en það dugar skammt og þarf liðið að halda áfram á þessari braut síðustu fjórar umferðirnar. „Þetta er gamla klisjan um einn leik í einu. Við getum ekki stjórnað úrslitunum í öðrum leikjum. Þau hafa ekki verið okkur í vil og við þurfum að stjórna því sem við getum stjórnað og klárað þessa leiki. Ef við gerum það þá gæti þetta sloppið fyrir horn. „Það er allt annar bragur á liðinu núna heldur en fyrir nokkrum leikjum. Við höfum unnið mikið í okkar málum bæði í vörn og sókn. Við spilum agaðari sóknarleik og missum færri bolta. Við spilum þéttari vörn og það skilar þessum stigum núna. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut og leggja allt í þessa leiki,“ sagði Jón Heiðar. ÍR lék á löngum stundum með sjö leikmenn í sókn. Markvörður skipti við annan línumann og skilaði það að ÍR hélt boltanum betur, fór síður í allt of snögg skot sem liðið gerði svo mikið fyrr á leiktíðinni og lék mun agaðari sóknarleik. Það skilaði sér í betri færum heilt yfir. „Sóknarleikurinn er búinn að vera hausverkurinn í vetur og við höfum gert allt of mikið af tæknifeilum. Þetta er fyrirkomulag sem hentar okkur mjög vel þegar lið leika hina svokölluðu ÍBV vörn, framliggjandi. Þetta hefur gefið góða raun gegn ÍBV og þessum liðum sem eru að herma eftir ÍBV. „Svo vil ég líka þakka Frömurum fyrir upphitunartónlistina. Hann kveikti gjörsamlega í okkur. Frábær rokktónlist frá níunda áratugnum sem gerði bara leikinn. Það var ekki hægt annað en að vera peppaður eftir þessa svaðalegu veislu í upphitun,“ sagði Jón Heiðar léttur. Guðlaugur: Óþolandi að tapa„Við erum ekki góðir í leiknum en sýnum tennurnar öðru hvoru,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram eftir tapið í kvöld. „Við skorum bara 22 mörk en samt fannst mér við allt í lagi sóknarlega. Við opnum þá þokkalega og erum að fá nokkuð auðveld færi en varnarlega þá erum við í miklum vandræðum og markvarslan léleg. „Ég er gríðarlega ósáttur við þá varnarvinnu sem við leggjum í þennan leik,“ sagði Guðlaugur en Fram náði aldrei upp sömu baráttu og einkenndi ÍR í þessum leik. „ÍR-ingar voru með mikinn kraft og skipulag. Einfalt skipulag sem leysti okkur. Við leystum ekki einfalda hluti eins og að klára maður á mann varnarlega. „Við töpuðum ítrekað maður á mann og svo látum við svæfa okkur og missum hendurnar niður í 6-0 vörninni og þá skjóta þeir yfir okkur.“ Fram vann síðast sigur í deildinni 10. desember. Síðan þá hefur liðið nú leikið sex leiki og aðeins náð í eitt stig. Guðlaugur segir það ekki vera komið á sálina hjá sínum mönnum. „Auðvitað eru menn fúlir. Það er óþolandi að tapa. Þetta er að verða pínu brekka. Við höfum tapað mörgum leikjum og bara náð í eitt stig eftir jólin. Við höfum staðið í þessari brekku áður. Verið í taphrinu og náð að snúa því við. „Strákarnir sýna baráttu og karakter á hverri æfingu og þennan vilja sem þarf að vera til staðar til að vinna leikina en við þurfum að þora að sýna það í leikjunum. Við þurfum að hætta að vera hræddir við að tapa leikjunum.“ Ólafur Ægir Ólafsson lék ekki með Fram í kvöld og er óttast að hann sé kviðslitinn. Það gat Guðlaugur þó ekki staðfest við blaðamann Vísis. „Hann meiddist illa í Vestmannaeyjum og það er mögulegt kviðslit. Nárinn er slæmur og hann er frá í einhvern tíma. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
ÍR lagði Fram 24-22 í 23. umferð Olís deildar karla í handbolta á útivelli í kvöld. ÍR var 12-11 yfir í hálfleik. ÍR er í erfiðri stöðu í deildinni. Liðið er í fallsæti og þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið fjórum stigum á eftir næsta liði og með lakari árangur innbyrðis sem þýðir að liðið þarf að vinna þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum og treysta á að Akureyri eða FH nái ekki í meira en eitt stig til viðbótar. Þrátt fyrir að staðan sé erfið eru leikmenn ÍR staðráðnir í að leggja allt í sölurnar og það var greinilegt í kvöld. Liðið lagði allt í leikinn og lét vel finna fyrir sér bæði í vörn og sókn. ÍR var yfir nánast allan leikinn en Fram var aldrei langt undan. Fram jafnaði þegar fjórar mínútur voru eftir og tóku sig upp óþægilegar minningar hjá ÍR sem hefur tapað mörgum leikjum á lokasprettinum í vetur. Fram á í töluverðum vandræðum þessa dagana og virtist liðið skorta þor til fylgja eftir góðum kafla og gekk ÍR því á lagið í lokin og tryggði sér mikilvægan sigur. Fram hefur ekki unnið síðan liðið lagði ÍR í desember og aðeins náð í eitt stig á árinu. Lítið sjálfstraust virðist vera í liðinu og var varnleikur liðsins slakur í kvöld. Mikið þarf til að Fram sogist niður í fallbaráttu en ÍR hefur nú unnið tvo leiki í röð en liðið þarf að ljúka tímabilinu eins og það byrjaði það með að vinna fjóra síðustu leiki sína. Þá á liðið raunhæfan möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en til þess að það gerist þarf liðið að leika af sama krafti í öllum leikjum og það gerði í kvöld. Varnarlega var ÍR-liðið öflugt. Jón Heiðar Gunnarsson og Aron Örn Ægisson fóru fyrir vörninni en baráttan og krafturinn í Aroni smitast mikið út í liðið. Aron er gríðarlega kraftmikill og lætur mikið til sín taka og er leikmaður sem fæstir hafa gaman af að mæta. Ingi Rafn Róbertsson var öflugur í sókninni ásamt Jóni Heiðari og Jóni Kristni Björgvinssyni sem nýtti færi sín mjög vel í hægra horninu í fjarveru Bjarna Fritzsonar. Stefán Darri Þórsson var öflugur í sókninni hjá Fram þó hann væri mistækur á köflum en varnarlega hefur Fram yfirleitt spilað betur en í kvöld. Jón Heiðar: Þurfum að leggja allt í þessa leiki„Við erum komnir í bikarkeppni og það er allt undir í hverjum leik þannig að það hentar okkur ágætlega,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson varnartröll og línumaður ÍR sem lét mikið til sín taka í kvöld. „Við erum mikið bikarlið. Það hentar okkur ágætlega að vera undir mikilli pressu og taka einn leik í einu.“ ÍR er nú búið að vinna tvo leiki í röð en það dugar skammt og þarf liðið að halda áfram á þessari braut síðustu fjórar umferðirnar. „Þetta er gamla klisjan um einn leik í einu. Við getum ekki stjórnað úrslitunum í öðrum leikjum. Þau hafa ekki verið okkur í vil og við þurfum að stjórna því sem við getum stjórnað og klárað þessa leiki. Ef við gerum það þá gæti þetta sloppið fyrir horn. „Það er allt annar bragur á liðinu núna heldur en fyrir nokkrum leikjum. Við höfum unnið mikið í okkar málum bæði í vörn og sókn. Við spilum agaðari sóknarleik og missum færri bolta. Við spilum þéttari vörn og það skilar þessum stigum núna. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut og leggja allt í þessa leiki,“ sagði Jón Heiðar. ÍR lék á löngum stundum með sjö leikmenn í sókn. Markvörður skipti við annan línumann og skilaði það að ÍR hélt boltanum betur, fór síður í allt of snögg skot sem liðið gerði svo mikið fyrr á leiktíðinni og lék mun agaðari sóknarleik. Það skilaði sér í betri færum heilt yfir. „Sóknarleikurinn er búinn að vera hausverkurinn í vetur og við höfum gert allt of mikið af tæknifeilum. Þetta er fyrirkomulag sem hentar okkur mjög vel þegar lið leika hina svokölluðu ÍBV vörn, framliggjandi. Þetta hefur gefið góða raun gegn ÍBV og þessum liðum sem eru að herma eftir ÍBV. „Svo vil ég líka þakka Frömurum fyrir upphitunartónlistina. Hann kveikti gjörsamlega í okkur. Frábær rokktónlist frá níunda áratugnum sem gerði bara leikinn. Það var ekki hægt annað en að vera peppaður eftir þessa svaðalegu veislu í upphitun,“ sagði Jón Heiðar léttur. Guðlaugur: Óþolandi að tapa„Við erum ekki góðir í leiknum en sýnum tennurnar öðru hvoru,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram eftir tapið í kvöld. „Við skorum bara 22 mörk en samt fannst mér við allt í lagi sóknarlega. Við opnum þá þokkalega og erum að fá nokkuð auðveld færi en varnarlega þá erum við í miklum vandræðum og markvarslan léleg. „Ég er gríðarlega ósáttur við þá varnarvinnu sem við leggjum í þennan leik,“ sagði Guðlaugur en Fram náði aldrei upp sömu baráttu og einkenndi ÍR í þessum leik. „ÍR-ingar voru með mikinn kraft og skipulag. Einfalt skipulag sem leysti okkur. Við leystum ekki einfalda hluti eins og að klára maður á mann varnarlega. „Við töpuðum ítrekað maður á mann og svo látum við svæfa okkur og missum hendurnar niður í 6-0 vörninni og þá skjóta þeir yfir okkur.“ Fram vann síðast sigur í deildinni 10. desember. Síðan þá hefur liðið nú leikið sex leiki og aðeins náð í eitt stig. Guðlaugur segir það ekki vera komið á sálina hjá sínum mönnum. „Auðvitað eru menn fúlir. Það er óþolandi að tapa. Þetta er að verða pínu brekka. Við höfum tapað mörgum leikjum og bara náð í eitt stig eftir jólin. Við höfum staðið í þessari brekku áður. Verið í taphrinu og náð að snúa því við. „Strákarnir sýna baráttu og karakter á hverri æfingu og þennan vilja sem þarf að vera til staðar til að vinna leikina en við þurfum að þora að sýna það í leikjunum. Við þurfum að hætta að vera hræddir við að tapa leikjunum.“ Ólafur Ægir Ólafsson lék ekki með Fram í kvöld og er óttast að hann sé kviðslitinn. Það gat Guðlaugur þó ekki staðfest við blaðamann Vísis. „Hann meiddist illa í Vestmannaeyjum og það er mögulegt kviðslit. Nárinn er slæmur og hann er frá í einhvern tíma.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira