Umfjöllun og viðtöl: Fram - Akureyri 25-17 | Fram náði sjöunda sæti og mætir Val Smári Jökull Jónsson í Framhúsinu í Safamýri skrifar 31. mars 2016 21:00 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. vísir/ernir Framarar unnu öruggan átta marka sigur, 25-17, á Akureyringum í Safamýrinni í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér 7.sætið í Olís-deildinni og leiki gegn Val í 8-liða úrslitum en Akureyri endar í 8.sæti og mæta deildarmeisturum Hauka. Það var langt síðan annað hvort þessara liða hafði fagnað sigri í deildinni. Framarar höfðu ekki unnið leik síðan fyrir áramót og síðasti sigurleikur Akureyrar kom þann 11.febrúar. Bæði lið var því farið að lengja eftir sigri. Heimamenn hófu leikinn í kvöld betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Sóknarleikur gestanna gekk erfiðlega til að byrja með og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 8-3. Akureyringar unnu sig hins vegar hægt og bítandi inn í leikinn og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Hreiðar Levý Guðmundsson var þá að verja vel í markinu og sóknin gekk betur fyrir sig. Í síðustu sókn hálfleiksins gátu Akureyringar minnkað muninn í eitt mark en það tókst ekki og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 11-9 Fram í vil. Í seinni hálfleik var hins vegar Framliðið mun sterkari aðilinn. Gestirnir héldu í við þá fyrstu mínúturnar en svo settu heimamenn í næsta gír og stungu af. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í seinni hálfleik, úr horninu, fyrir utan og úr hraðaupphlaupum. Sóknarleikur Akureyringa var dapur og Kristófer Fannar Guðmundsson varði mjög vel fyrir aftan sterka vörn Framara. Heimamenn náðu mest átta marka forystu þegar skammt var eftir og unnu að lokum öruggan sigur, 25-17. Óðinn Þór var markahæstur í liði Fram með 8 mörk og Garðar Sigurjónsson skoraði 6. Þá var Kristófer Fannar með 43% markvörslu og 12 skot varin. Í liði Akureyrar var Halldór Logi Árnason markahæstur með 6 mörk og Hreiðar Levý Guðmundsson varði 11 skot í markinu.Guðlaugur: Það er fínt að mæta Val „Nei, við erum ekki búnir að gleyma neinu. Ég er gríðarlega ánægður með að vinna góðan sigur“, sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara, aðspurður hvort þeir bláklæddu væru nokkuð búnir að gleyma því hvernig fagna ætti sigri „Akureyri hefur verið að spila vel undanfarið og við vinnum sannfærandi. Við erum yfir allan leikinn og að spila mjög vel, sem er jákvætt“. Guðlaugur sagði liðsheildina hafa tryggt sigur liðsins í kvöld. „Ég er er ánægður með heildina, með holninguna á liðinu. Vörn, markvarsla og sókn sem var skipulögð og öguð. Ég er ánægður með mannskapinn og liðsheildina“ sagði Guðlaugur. Eftir sigurinn í kvöld er ljóst að Fram mætir Val í 8-liða úrslitum deildarinnar. „Það leggst vel í mig að mæta Val. Öll liðin í deildinni eru erfið og þessir leikir í 8-liða úrslitum verða erfiðir fyrir alla. Það er fínt að mæta Val, Reyjavíkurslagur, og þetta hafa verið hörkuleikir í vetur. Það verður gaman að mæta þeim,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur sagðist búast við fleiri áhorfendum á leikina í úrslitakeppnina en það var fremur fámennt á pöllunum í Safamýrinni í kvöld. „Við Safamýrarfólk mætum í úrslitakeppnina. Það var góðmennt í kvöld og gaman að sjá marga í húsinu þó það hefðu mátt vera fleiri. Við munum sjá fleiri í úrslitakeppninni“.Sverre: Gríðarleg vonbrigði að tapa síðasta leik deildarinnar með átta mörkum. Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var vonsvikinn eftir tapið gegn Fram í kvöld og sagði leik sinna manna gríðarlega mikil vonbrigði. „Þetta eru bara vonbrigði, gríðarleg vonbrigði. Við vorum seinir í gang en spilum okkur ágætlega inn í leikinn og mér leist mjög vel á seinni hálfleikinn. En við vorum eftir á í öllum aðgerðum í seinni hálfleik og það vantaði að heimfæra það sem við ætluðum að gera inn á völlinn og þeir nýttu sér það. Flottur sigur fyrir Framara,“ sagði hundsvekktur þjálfari Akureyringa í samtali við Vísi eftir leik. „Það voru allir einbeittir fyrir seinni hálfleik og við sáum ákveðin tækifæri. Við fengum fínan meðbyr með okkur en svo voru þeir bara betri en við. Ég veit ekki með þennan frasa um að þeir hafi viljað þetta meira, en hann á kannski bara við í dag,“ sagði Sverre og bætti við: „Þeir voru betri í öllum aðgerðum og þetta eru gríðarleg vonbrigði að tapa síðasta leik deildarinnar með átta mörkum. Mér finnst það bara lélegt. Ábyrgðin er að sjálfsögðu mín en strákarnir verða líka að taka til sín heilmikið“. Akureyri mun mæta deildarmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum en Haukarnir unnu deildina með töluverðum yfirburðum. „Við höfum núna tvær vikur og maður fer aðeins að marinera þetta núna. Það þarf að laga ýmislegt og vinna vel í þennan tíma sem við höfum. Við þurfum að spila mikla betur en við gerðum í dag. Haukarnir unnu deildina og eru með besta liðið. En það er alltaf möguleiki og við erum á leið í orrustu þar sem þarf að vinna tvo leiki og við ætlum heldur betur að selja okkur dýrt,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Framarar unnu öruggan átta marka sigur, 25-17, á Akureyringum í Safamýrinni í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér 7.sætið í Olís-deildinni og leiki gegn Val í 8-liða úrslitum en Akureyri endar í 8.sæti og mæta deildarmeisturum Hauka. Það var langt síðan annað hvort þessara liða hafði fagnað sigri í deildinni. Framarar höfðu ekki unnið leik síðan fyrir áramót og síðasti sigurleikur Akureyrar kom þann 11.febrúar. Bæði lið var því farið að lengja eftir sigri. Heimamenn hófu leikinn í kvöld betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Sóknarleikur gestanna gekk erfiðlega til að byrja með og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 8-3. Akureyringar unnu sig hins vegar hægt og bítandi inn í leikinn og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Hreiðar Levý Guðmundsson var þá að verja vel í markinu og sóknin gekk betur fyrir sig. Í síðustu sókn hálfleiksins gátu Akureyringar minnkað muninn í eitt mark en það tókst ekki og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 11-9 Fram í vil. Í seinni hálfleik var hins vegar Framliðið mun sterkari aðilinn. Gestirnir héldu í við þá fyrstu mínúturnar en svo settu heimamenn í næsta gír og stungu af. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í seinni hálfleik, úr horninu, fyrir utan og úr hraðaupphlaupum. Sóknarleikur Akureyringa var dapur og Kristófer Fannar Guðmundsson varði mjög vel fyrir aftan sterka vörn Framara. Heimamenn náðu mest átta marka forystu þegar skammt var eftir og unnu að lokum öruggan sigur, 25-17. Óðinn Þór var markahæstur í liði Fram með 8 mörk og Garðar Sigurjónsson skoraði 6. Þá var Kristófer Fannar með 43% markvörslu og 12 skot varin. Í liði Akureyrar var Halldór Logi Árnason markahæstur með 6 mörk og Hreiðar Levý Guðmundsson varði 11 skot í markinu.Guðlaugur: Það er fínt að mæta Val „Nei, við erum ekki búnir að gleyma neinu. Ég er gríðarlega ánægður með að vinna góðan sigur“, sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara, aðspurður hvort þeir bláklæddu væru nokkuð búnir að gleyma því hvernig fagna ætti sigri „Akureyri hefur verið að spila vel undanfarið og við vinnum sannfærandi. Við erum yfir allan leikinn og að spila mjög vel, sem er jákvætt“. Guðlaugur sagði liðsheildina hafa tryggt sigur liðsins í kvöld. „Ég er er ánægður með heildina, með holninguna á liðinu. Vörn, markvarsla og sókn sem var skipulögð og öguð. Ég er ánægður með mannskapinn og liðsheildina“ sagði Guðlaugur. Eftir sigurinn í kvöld er ljóst að Fram mætir Val í 8-liða úrslitum deildarinnar. „Það leggst vel í mig að mæta Val. Öll liðin í deildinni eru erfið og þessir leikir í 8-liða úrslitum verða erfiðir fyrir alla. Það er fínt að mæta Val, Reyjavíkurslagur, og þetta hafa verið hörkuleikir í vetur. Það verður gaman að mæta þeim,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur sagðist búast við fleiri áhorfendum á leikina í úrslitakeppnina en það var fremur fámennt á pöllunum í Safamýrinni í kvöld. „Við Safamýrarfólk mætum í úrslitakeppnina. Það var góðmennt í kvöld og gaman að sjá marga í húsinu þó það hefðu mátt vera fleiri. Við munum sjá fleiri í úrslitakeppninni“.Sverre: Gríðarleg vonbrigði að tapa síðasta leik deildarinnar með átta mörkum. Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var vonsvikinn eftir tapið gegn Fram í kvöld og sagði leik sinna manna gríðarlega mikil vonbrigði. „Þetta eru bara vonbrigði, gríðarleg vonbrigði. Við vorum seinir í gang en spilum okkur ágætlega inn í leikinn og mér leist mjög vel á seinni hálfleikinn. En við vorum eftir á í öllum aðgerðum í seinni hálfleik og það vantaði að heimfæra það sem við ætluðum að gera inn á völlinn og þeir nýttu sér það. Flottur sigur fyrir Framara,“ sagði hundsvekktur þjálfari Akureyringa í samtali við Vísi eftir leik. „Það voru allir einbeittir fyrir seinni hálfleik og við sáum ákveðin tækifæri. Við fengum fínan meðbyr með okkur en svo voru þeir bara betri en við. Ég veit ekki með þennan frasa um að þeir hafi viljað þetta meira, en hann á kannski bara við í dag,“ sagði Sverre og bætti við: „Þeir voru betri í öllum aðgerðum og þetta eru gríðarleg vonbrigði að tapa síðasta leik deildarinnar með átta mörkum. Mér finnst það bara lélegt. Ábyrgðin er að sjálfsögðu mín en strákarnir verða líka að taka til sín heilmikið“. Akureyri mun mæta deildarmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum en Haukarnir unnu deildina með töluverðum yfirburðum. „Við höfum núna tvær vikur og maður fer aðeins að marinera þetta núna. Það þarf að laga ýmislegt og vinna vel í þennan tíma sem við höfum. Við þurfum að spila mikla betur en við gerðum í dag. Haukarnir unnu deildina og eru með besta liðið. En það er alltaf möguleiki og við erum á leið í orrustu þar sem þarf að vinna tvo leiki og við ætlum heldur betur að selja okkur dýrt,“ sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira