Vranjes svarar Guðmundi fullum hálsi: „Snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 10:00 Lítil ást ríkir á milli danska handknattleikssambandsins og þýska stórliðsins Flensburg eftir að síðarnefnda liðið neitaði að sleppa frá sér fimm dönskum leikmönnum í landsliðsverkefni á þeim degi sem Guðmundur Guðmundsson vildi fá þá. Danir eru að undirbúa sig fyrir forkeppni Ólympíuleikana þar sem þeir eru í riðli með Króatíu, Noregi og Bareil en riðillinn verður leikinn í Herning í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Formleg landsleikjavikja hefst 4. apríl en Guðmundur ætlaði að ná tveimur óopinberum æfingaleikjum áður en liðið mætir Þýskalandi á föstudaginn. Hann vildi fá allan hópinn saman 29. mars en í staðinn þurfti hann að aflýsa tveimur æfingaleikjum. Fimm leikmenn í danska landsliðshópnum leika með Flensburg sem neitar að sleppa þeim lausum fyrir 31. mars. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Anders Eggert, Henrik Toft Hansen, Kevin Möller, Rasmus Lauge Schmidt og Lasse Svan Hansen. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 um málið. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag [Skírdag]. Mér finnst þetta mjög undarlegt.“Kevin Möller, Rasmus Lauge, Anders Eggert, Henrik Toft Hansen og Lasse Svan Hansen.vísir/gettyLjubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, gefur lítið fyrir ásakanir danska liðsins en Guðmundur gekk svo langt með að segja: „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Vranjes viðurkennir fúslega að Flensburg hafi fengið dagskrána frá danska landsliðinu í júlí á síðasta ári en segir að á þeim tíma hafi hann ekkert vitað hvernig dagskrá síns eigins liðs væri. „Ég vil bara það besta fyrir danska landsliðið en það verður að upplýsa okkur betur. Ég er þjálfari Flensburg og hugsa bara um það sem er best fyrir mitt lið. Þess vegna vil ég núna að mínir menn fái frí. Danirnir eiga að fagna því þannig leikmennirnir verði í betra formi. Ég er ekki á móti þessari aukaæfingu danska liðsins. Ég skil hana mjög vel en þetta snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa,“ segir Ljubomir Vranjes í viðtali við þýska miðla. „Þessi vika sem um ræðir er ekki Alþjóðleg landsliðsvika. Hún hefst ekki fyrr en fjórða apríl en Danir vildu fá leikmennina 29. mars. Landsliðin hafa leyfi til að fá leikmennina í 60 daga á ári. Með öllum stórmótunum er dagskráin alveg nógu erfið þannig ég er bara að passa að mínir menn lendi ekki í meiðslum. Ég reyndi að finna lausn með danska sambandinu en það tók ekki vel í mínar hugmyndir. Samskiptin hafa ekki verið nógu góð,“ segir Ljubomir Vranjes. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42 Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Lítil ást ríkir á milli danska handknattleikssambandsins og þýska stórliðsins Flensburg eftir að síðarnefnda liðið neitaði að sleppa frá sér fimm dönskum leikmönnum í landsliðsverkefni á þeim degi sem Guðmundur Guðmundsson vildi fá þá. Danir eru að undirbúa sig fyrir forkeppni Ólympíuleikana þar sem þeir eru í riðli með Króatíu, Noregi og Bareil en riðillinn verður leikinn í Herning í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Formleg landsleikjavikja hefst 4. apríl en Guðmundur ætlaði að ná tveimur óopinberum æfingaleikjum áður en liðið mætir Þýskalandi á föstudaginn. Hann vildi fá allan hópinn saman 29. mars en í staðinn þurfti hann að aflýsa tveimur æfingaleikjum. Fimm leikmenn í danska landsliðshópnum leika með Flensburg sem neitar að sleppa þeim lausum fyrir 31. mars. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Anders Eggert, Henrik Toft Hansen, Kevin Möller, Rasmus Lauge Schmidt og Lasse Svan Hansen. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 um málið. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag [Skírdag]. Mér finnst þetta mjög undarlegt.“Kevin Möller, Rasmus Lauge, Anders Eggert, Henrik Toft Hansen og Lasse Svan Hansen.vísir/gettyLjubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, gefur lítið fyrir ásakanir danska liðsins en Guðmundur gekk svo langt með að segja: „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Vranjes viðurkennir fúslega að Flensburg hafi fengið dagskrána frá danska landsliðinu í júlí á síðasta ári en segir að á þeim tíma hafi hann ekkert vitað hvernig dagskrá síns eigins liðs væri. „Ég vil bara það besta fyrir danska landsliðið en það verður að upplýsa okkur betur. Ég er þjálfari Flensburg og hugsa bara um það sem er best fyrir mitt lið. Þess vegna vil ég núna að mínir menn fái frí. Danirnir eiga að fagna því þannig leikmennirnir verði í betra formi. Ég er ekki á móti þessari aukaæfingu danska liðsins. Ég skil hana mjög vel en þetta snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa,“ segir Ljubomir Vranjes í viðtali við þýska miðla. „Þessi vika sem um ræðir er ekki Alþjóðleg landsliðsvika. Hún hefst ekki fyrr en fjórða apríl en Danir vildu fá leikmennina 29. mars. Landsliðin hafa leyfi til að fá leikmennina í 60 daga á ári. Með öllum stórmótunum er dagskráin alveg nógu erfið þannig ég er bara að passa að mínir menn lendi ekki í meiðslum. Ég reyndi að finna lausn með danska sambandinu en það tók ekki vel í mínar hugmyndir. Samskiptin hafa ekki verið nógu góð,“ segir Ljubomir Vranjes.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42 Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42
Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15