Handbolti

Snorri Steinn fluttur á sjúkrahús

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn í leik gegn Dönum.
Snorri Steinn í leik gegn Dönum. vísir/vilhelm
Óttast er að Snorri Steinn Guðjónsson sé fótbrotinn en hann meiddist í leiknum gegn Noregi í kvöld.

„Þetta leit því miður ekki vel út og við óttumst að hann sé brotinn. Hann er farinn upp á spítala núna í skoðanir“ segir Geir Sveinsson landsliðsins.

Snorri meiddist á rist strax á upphafsmínútum leiksins. Geir sagðist ekki hafa séð nægilega vel hvað hefði gerst.

Snorri hefur leikið einstaklega vel í Frakklandi í vetur og meiðslin eru því áfall fyrir hans lið. Það verður þó að koma í ljós síðar í kvöld hvort hann sé brotinn eður ei.


Tengdar fréttir

Strákarnir fengu skell í Noregi

Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk skell í seinni leik sínum gegn Noregi í Þrándheimi í dag. Strákarnir töpuðu með sjö marka mun í dag, 34-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×