Axel leiðir fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2016 16:45 Axel les hér flötina á Íslandsmótinu um árið. Vísir/Daníel Axel Bóasson, kylfingur úr GK, er með eins högga forskot á Gísla Sveinbergsson fyrir lokahringinn á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fer fram um helgina. Mótið er fyrsta mótið í „final four“ úrslitakeppninni sem er nýjung á Eimskipsmótaröðinni 2016 en leikið er um Hvaleyrarbikarinn. Axel byrjaði daginn vel og var á fjórum höggum undir pari eftir sex holur en því fylgdi skolli á sjöundu holunni. Honum tókst að krækja í tvo fugla á seinni níu ásamt aðeins einum skolla og lauk því leik á fjórum höggum undir pari. Hinn 18 ára gamli Gísli Sveinbergsson er aðeins einu höggi á eftir Axeli en hann lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og lauk leik skollalaus. Næstir koma þeir Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG á þremur höggum undir pari og Ólafur Björn Loftsson, GKG á tveimur höggum undir pari fyrir lokadaginn sem fer fram á morgun. Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson, kylfingur úr GK, er með eins högga forskot á Gísla Sveinbergsson fyrir lokahringinn á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fer fram um helgina. Mótið er fyrsta mótið í „final four“ úrslitakeppninni sem er nýjung á Eimskipsmótaröðinni 2016 en leikið er um Hvaleyrarbikarinn. Axel byrjaði daginn vel og var á fjórum höggum undir pari eftir sex holur en því fylgdi skolli á sjöundu holunni. Honum tókst að krækja í tvo fugla á seinni níu ásamt aðeins einum skolla og lauk því leik á fjórum höggum undir pari. Hinn 18 ára gamli Gísli Sveinbergsson er aðeins einu höggi á eftir Axeli en hann lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og lauk leik skollalaus. Næstir koma þeir Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG á þremur höggum undir pari og Ólafur Björn Loftsson, GKG á tveimur höggum undir pari fyrir lokadaginn sem fer fram á morgun.
Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira