Handbolti

Svekkjandi jafntefli gegn Spánverjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk.
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. vísir/stefán
Ísland og Spánn skildu jöfn, 28-28, í lokaleik B-riðils EM U-20 ára landsliða í handbolta í kvöld.

Spánverjar unnu því B-riðilinn en bæði lið fara með eitt stig í milliriðla.

Íslensku strákarnir geta nagað sig í handarbökin en þeir voru með leikinn í hendi sér lengst af.

Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir kom Ómar Ingi Magnússon íslenska liðinu tveimur mörkum yfir, 28-26, og sigurinn virtist í höfn. En svo var ekki.

Spánverjar minnkuðu muninn í 28-27 og í kjölfarið tóku íslensku þjálfararnir leikhlé. Íslendingar stilltu upp í sókn með tvo línumenn en Egill Magnússon tapaði boltanum klaufalega þegar hann reyndi sendingu út í hornið.

Spánverjar fóru í sókn og fengu víti sem þeir jöfnuðu úr. Lokatölur 28-28 í hörkuleik.

Mörk Íslands:

Ómar Ingi Magnússon 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Birkir Benediktsson 3, Sturla Magnússon 3, Arnar Freyr Arnarsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Egill Magnússon 2, Sigtryggur Rúnarsson 2, Leonharð Harðarson 1, Hákon Daði Styrmisson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Kristján Örn Kristjánsson 1.


Tengdar fréttir

Stórir, þungir og líklegir til afreka í Danmörku

Karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri hefur leik á EM í Danmörku í dag. Sama lið vann stórmót í fyrra og hafnaði í þriðja sæti á HM í Rússlandi. Öðruvísi leikmenn en hafa sést áður.

Strákarnir byrja á sigri

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann eins marks sigur, 32-31, á Rússum í fyrsta leik sínum í B-riðli á EM í Danmörku í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×