Viðskipti erlent

Hlutabréf í evrópskum bönkum hríðfalla

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það var allt á niðurleið í dag.
Það var allt á niðurleið í dag. Vísir/EPA
Hlutabréf í evrópskum bönkum tóku skarpa dýfu niður á við í dag. Fjárfestar eru enn að meta niðurstöður úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka sem gefnar voru út eftir að markaðir lokuðu á föstudag.

Komu margir bankar illa út úr álagsprófinu og féll bankavísitalan STOXX um 4,7 prósent í dag en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar.

Hlutabréf í Credit Suisse og Deutche Bank féllu einnig mikið í dag eða um 5,9 prósent annar svegar og 4,8 prósent hins vegar. Gengi hlutabréfa í bönkunum tveimur hefur lækkað um rúmlega 45 prósent það sem af er ári. Hefur þeim verið sparkað úr STOXX Europe 50 vísitölunni sem á að ná til fimmtíu stærstu fyrirtækjanna í Evrópu.

Þróun bankavísitölunnar í Evrópu í dag.Mynd/INVESTING.COM

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×