Stefán: Vonandi hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2016 06:30 Stefán er klár í slaginn. vísir/anton Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira