Handbolti

Geir skoraði eitt flottasta mark 1. umferðarinnar þegar hann „hausaði“ Omeyer | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir lék í þrjú ár með Val.
Geir lék í þrjú ár með Val. vísir/pjetur
Geir Guðmundsson, leikmaður Cesson-Rennes, skoraði eitt af fallegustu mörkum 1. umferðar frönsku deildarinnar í handbolta.

Geir skoraði þrjú mörk úr átta skotum þegar Cesson-Rennes tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 22-28. Eitt markið var þó glæsilegra en hin.

Geir fór þá inn úr hægra horninu og laumaði boltanum yfir höfuðið á Thierry Omeyer, landsliðsmarkverði Frakka, eða „hausaði“ hann eins og Geir skrifaði á Twitter eftir leikinn.

Markið var valið það fjórða flottasta í 1. umferðinni en öll fimm mörkin sem komu til greina má sjá hér að neðan. Matthieu Ong, leikmaður Aix, skoraði besta markið.

Geir, sem er 23 ára, gekk til liðs við Cesson-Rennes frá Val í sumar ásamt frænda sínum Guðmundi Hólmari Helgasyni.

Þess má geta að Ragnar Óskarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, er aðstoðarþjálfari Cesson-Rennes. Ragnar þekkir Geir og Guðmund vel en hann var aðstoðarþjálfari Vals tímabilið 2013-14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×