Þeir eru í læstri hliðarlegu feðraveldisins Magnús Guðmundsson skrifar 6. október 2016 11:45 Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri og meðhöfundur að sýningu þeirra Hannesar og Smára, rær að því öllum árum þessa dagana að allt verði klárt fyrir frumsýningu annað kvöld. Visir/Ernir Persónurnar Hannes og Smári eru orðnar víðkunnar enda óvenju hreinskiptnir og kröftugir náungar sem hafa komið víða fram fólki til skemmtunar. Skaparar þeirra eru leikkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, en þær hafa nú skrifað gamanleik í samstarfi við Jón Pál Eyjólfsson, leikara, leikstjóra og leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. En sýningin Hannes og Smári er einmitt samstarfsverkefni á milli Borgarleikhússins og LA. Frumsýning er fyrirhuguð á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið en Jón Páll, sem er einnig leikstjóri sýningarinnar, segir að hugmyndin að þessu samstarfi hafi fyrst verið viðruð af þeim Halldóru og Ólafíu Hrönn áður en hann fór norður. „Það var strax áhugi fyrir þessu beggja vegna og við sáum fram á að við gætum slegið fullt af flugum með því að vinna þetta saman. Það verður svo bara að koma í ljós hvort það verður meira um samstarf af þessu tagi en það er bara allt frábært við að samnýta krafta og þekkingu. Allir hagnast á því og sérstaklega áhorfendur þegar upp er staðið.“Þeirra tækifæri Jón Páll leggur áherslu á að hann sé ekki aðeins að vinna með Halldóru og Ólafíu Hrönn sem leikkonum heldur einnig sem höfundum. „Ég var svo lánsamur að þær viðruðu þessa hugmynd við mig fyrir nokkrum árum, að koma Hannesi og Smára inn í leikhúsið, og sjá hverju það gæti bætt við stóru frásögnina þeirra. Þannig að þær eru ekki bara hér sem gamanleikkonur heldur líka sem höfundar. Hannes og Smári hafa haldið tónleika áður en í þetta skiptið vilja þeir hafa þetta stærra – fara alla leið. Þeir eru því búnir að framleiða þessa stórkostlegu leikhúsupplifun, eru með leikin atriði úr kvikmyndum, uppsettar senur úr sínu eigin lífi, ásamt því að vera með diskinn sinn sem er reyndar enn í mótun, enn í vinnslu en samt sjóðheitur. Þetta er þeirra tækifæri til þess að nýta töfra leikhússins og gera showið sem þá dreymdi alltaf um að gera.“Fulltrúar feðraveldisins Aðspurður hvort það fylgi því ákveðið frelsi að vinna út frá þessari drag-nálgun með Hannes og Smára segir Jón Páll: „Allur svona kynusli gefur okkur tækifæri til þess að afhjúpa hluti sem við vitum ekki að við vitum. Þegar Hannes og Smári birtast okkur á sviðinu þá eru þeir eins konar erkitýpur og afhjúpa hluti um karlmennskuna og margt annað. Þeir eru feðraveldið í tíunda veldi og það gerir okkur kleift að rannsaka allar hliðar þess í bak og fyrir. Velta upp kringumstæðum sem eru á köflum bæði óbærilega fyndnar og óbærilegar í sjálfu sér. Í gegnum húmor og skemmtilegar kringumstæður hafa þessar frábæru leikkonur skapað þessa karaktera sem manni þykir í senn vænt um og vorkennir. Karaktera sem eru í raun svo brjóstumkennanlegir í fávisku sinni og þessum lás sem þeir eru í. Þeir eru í meira en bara lás – þeir eru í læstri hliðarlegu feðraveldisins. Dæmdir til þess að mistakast.“Hugsa risastórt Jón Páll segir að það stöðvi þá félaga þó ekki í því að hugsa stórt. Þvert á móti. „Þeir hugsa risastórt og eru búnir að framleiða sýningu sem er hreint út sagt miklu stærri en gert var ráð fyrir á þessu sviði og til var ætlast. Eða eins og Hannes segir einhvers staðar: „Við verðum að hugsa stórt og ef við hugsum stórt, þá erum við að hugsa stórt, þá verður til eitthvað stórt.“ Svona eru þessir náungar. Talandi skáld og heimspekingar, tónlistarmenn sem liggur eitthvað á hjarta. Þeir bera á torg tilfinningar sínar, fornar ástir og uppruna. Þeir fara alla leið við að segja sögu sína og nota til þess tæki leikhússins. Leiknar senur, brellur og allan pakkann. En þrátt fyrir að vera svona miklir töffarar þá eru líka þarna viðkvæmir strengir. Smári er ljóðskáld og heilt á litið eru þetta viðkvæmir drengir með viðkvæma strengi. Og við fáum kannski smá innsýn í það hvað bjó þá til, hvaða kringumstæður mótuðu þá og sköpuðu. Þá sjáum við að feðraveldið er búið að setja upp aðeins þægilegri ásýnd en grunnurinn er sá sami þó svo að hann sé kominn í mildan pabbalíkama og með skegg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Persónurnar Hannes og Smári eru orðnar víðkunnar enda óvenju hreinskiptnir og kröftugir náungar sem hafa komið víða fram fólki til skemmtunar. Skaparar þeirra eru leikkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, en þær hafa nú skrifað gamanleik í samstarfi við Jón Pál Eyjólfsson, leikara, leikstjóra og leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. En sýningin Hannes og Smári er einmitt samstarfsverkefni á milli Borgarleikhússins og LA. Frumsýning er fyrirhuguð á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið en Jón Páll, sem er einnig leikstjóri sýningarinnar, segir að hugmyndin að þessu samstarfi hafi fyrst verið viðruð af þeim Halldóru og Ólafíu Hrönn áður en hann fór norður. „Það var strax áhugi fyrir þessu beggja vegna og við sáum fram á að við gætum slegið fullt af flugum með því að vinna þetta saman. Það verður svo bara að koma í ljós hvort það verður meira um samstarf af þessu tagi en það er bara allt frábært við að samnýta krafta og þekkingu. Allir hagnast á því og sérstaklega áhorfendur þegar upp er staðið.“Þeirra tækifæri Jón Páll leggur áherslu á að hann sé ekki aðeins að vinna með Halldóru og Ólafíu Hrönn sem leikkonum heldur einnig sem höfundum. „Ég var svo lánsamur að þær viðruðu þessa hugmynd við mig fyrir nokkrum árum, að koma Hannesi og Smára inn í leikhúsið, og sjá hverju það gæti bætt við stóru frásögnina þeirra. Þannig að þær eru ekki bara hér sem gamanleikkonur heldur líka sem höfundar. Hannes og Smári hafa haldið tónleika áður en í þetta skiptið vilja þeir hafa þetta stærra – fara alla leið. Þeir eru því búnir að framleiða þessa stórkostlegu leikhúsupplifun, eru með leikin atriði úr kvikmyndum, uppsettar senur úr sínu eigin lífi, ásamt því að vera með diskinn sinn sem er reyndar enn í mótun, enn í vinnslu en samt sjóðheitur. Þetta er þeirra tækifæri til þess að nýta töfra leikhússins og gera showið sem þá dreymdi alltaf um að gera.“Fulltrúar feðraveldisins Aðspurður hvort það fylgi því ákveðið frelsi að vinna út frá þessari drag-nálgun með Hannes og Smára segir Jón Páll: „Allur svona kynusli gefur okkur tækifæri til þess að afhjúpa hluti sem við vitum ekki að við vitum. Þegar Hannes og Smári birtast okkur á sviðinu þá eru þeir eins konar erkitýpur og afhjúpa hluti um karlmennskuna og margt annað. Þeir eru feðraveldið í tíunda veldi og það gerir okkur kleift að rannsaka allar hliðar þess í bak og fyrir. Velta upp kringumstæðum sem eru á köflum bæði óbærilega fyndnar og óbærilegar í sjálfu sér. Í gegnum húmor og skemmtilegar kringumstæður hafa þessar frábæru leikkonur skapað þessa karaktera sem manni þykir í senn vænt um og vorkennir. Karaktera sem eru í raun svo brjóstumkennanlegir í fávisku sinni og þessum lás sem þeir eru í. Þeir eru í meira en bara lás – þeir eru í læstri hliðarlegu feðraveldisins. Dæmdir til þess að mistakast.“Hugsa risastórt Jón Páll segir að það stöðvi þá félaga þó ekki í því að hugsa stórt. Þvert á móti. „Þeir hugsa risastórt og eru búnir að framleiða sýningu sem er hreint út sagt miklu stærri en gert var ráð fyrir á þessu sviði og til var ætlast. Eða eins og Hannes segir einhvers staðar: „Við verðum að hugsa stórt og ef við hugsum stórt, þá erum við að hugsa stórt, þá verður til eitthvað stórt.“ Svona eru þessir náungar. Talandi skáld og heimspekingar, tónlistarmenn sem liggur eitthvað á hjarta. Þeir bera á torg tilfinningar sínar, fornar ástir og uppruna. Þeir fara alla leið við að segja sögu sína og nota til þess tæki leikhússins. Leiknar senur, brellur og allan pakkann. En þrátt fyrir að vera svona miklir töffarar þá eru líka þarna viðkvæmir strengir. Smári er ljóðskáld og heilt á litið eru þetta viðkvæmir drengir með viðkvæma strengi. Og við fáum kannski smá innsýn í það hvað bjó þá til, hvaða kringumstæður mótuðu þá og sköpuðu. Þá sjáum við að feðraveldið er búið að setja upp aðeins þægilegri ásýnd en grunnurinn er sá sami þó svo að hann sé kominn í mildan pabbalíkama og með skegg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira