„Átta ár án vímuefna og áfengis. Skál fyrir því,“ skrifaði Elín.
Unnusta Elínar, listarkonan Íris Tanja FLygenring, stendur þétt við bakið á sinni konu: „Best og duglegust og alltaf heitust,“ skrifaði Íris Tanja við færsluna.
Íris Tanja og Elín byrjuðu saman í mars árið 2022, stuttu eftir að Elín vann Söngvakeppni sjónvarpsins ásamt systrum sínum með laginu Með hækkandi sól. Þær systur kepptu síðan fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tórínó í maí 2022.
Í október sama ár fór Íris á skeljarnar og bað um hönd Elínar.