Handbolti

Óvænt tap hjá Álaborg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni með Álaborg.
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni með Álaborg. mynd/álaborg
Fjölmargir Íslendingar voru á ferðinni í danska og sænska handboltanum í kvöld.

Lið Arons Kristjánssonar, Álaborg, varð að sætta sig við tap, 24-26, á heimavelli gegn Ribe-Esbjerg. Arnór Atlason og Stefán Rafn Sigurmannsson komust ekki á blað hjá Álaborg í kvöld.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Team Tvis Holstebro sem tapaði, 31-29, gegn Sönderjyske.

Þrátt fyrir tapið óvænta er Álaborg á toppi deildarinnar en Holstebro er í fimmta sæti.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði fimm mörk fyrir Sävehof sem pakkaði Ricoh HK saman, 36-22. Magnús Óli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Ricoh og Daníel Andrésson varði fjögur skot.

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad sem vann útisigur, 22-24, á Karlskrona. Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir Kristianstad.

Kristianstad er í öðru sæti deildarinnar, Sävehof því fjórða og Ricoh í tíunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×