Handbolti

Birna Berg með fjögur mörk í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir.
Birna Berg Haraldsdóttir. Vísir/EPA
Íslenska landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir átti fínan leik með Glassverket í Meistaradeild kvenna í handbolta í dag.

Glassverket heimsótti þá þýska liðið Thüringer HC og varð að sætta sig við átta marka tap, 24-16. Thüringer var 10-4 yfir í hálfleik.  

Birna Berg skoraði fjögur mörk í leiknum og nýtti 80 prósent skota sinna. Hún skoraði sem dæmi helming marka liðsins í fyrri hálfleiknum.

Það dugði þó ekki til því þýska liðið var miklu sterkara og vann öruggan sigur.

Birna Berg hefur áður spilað í Meistaradeildinni með sænska liðinu Sävehof en er nú að stimpla sig inn í norsku deildinni.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Glassverket kom þangað með því að slá út tyrkneska liðið Ankara Yenimahalle BSK og króatíska liðið HC Podravka Vegeta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×