Handbolti

Loksins sigur hjá Róberti og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. vísir/epa
Íslendingarliðið Århus GF fagnaði langþráðum sigri í danska handboltanum í kvöld.

Århus GF vann þá þriggja marka útisigur á Team Esbjerg, 28-25, en þetta var lokaleikur fimmtu umferðarinnar.

Århus GF var búið að tapa fjórum fyrstu leikjum sínum á mótinu og var fyrir þennan leik aðeins annað af tveimur stigalausum liðum dönsku úrvalsdeildarinnar.

Róbert Gunnarsson var markahæstur í liði Århus GF með sex mörk en Anders Martinusen skoraði jafnmikið og íslenska landsliðslínumaðurinn. Róbert nýtti öll skotin sín í leiknum.

Ómar Ingi Magnússon klikkaði á báðum skotum sínum í leiknum og tapaði þremur boltum. Hann átti hinsvegar eina stoðsendingu.

Róbert og Ómar Ingi eru báðir á sínu fyrsta tímabili með Århus GF. Ómar Ingi kom þangað frá Val en Róbert er að snúa aftur til Århus GF eftir meira en ellefu ára fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×