Handbolti

Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn í landsleik gegn Dönum.
Snorri Steinn í landsleik gegn Dönum. vísir/daníel
Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Á dögunum tilkynnti Alexander Petersson líka að hann væri hættur með landsliðinu. Þarna fara tveir af lykilmönnum gullkynslóðar handboltalandsliðsins.

„Þetta er búið að gerjast hjá mér í talsverðan tíma,“ segir Snorri Steinn er Vísir heyrði í honum í dag en ákvörðunin var honum ekki auðveld.

Sjá einnig: Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu

„Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun og með þeim erfiðari sem ég hef tekið sem handboltamaður.“

Snorri Steinn segir að það séu margar ástæður fyrir því að hann hætti núna.

„Mér fannst þetta vera fínn tími fyrir mig til þess að stíga til hliðar og láta aðra um þetta að þessu sinni.“

Nánar verður rætt við Snorra Stein í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í Fréttablaðinu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×