Handbolti

Kristján búinn að finna sér aðstoðarmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Boquist í leik með FC Köbenhavn fyrir nokkrum árum.
Boquist í leik með FC Köbenhavn fyrir nokkrum árum. vísir/getty
Kristján Andrésson, nýráðinn þjálfari sænska handboltalandsliðsins, er búinn að finna sér aðstoðarmann.

Sá heitir Martin Boquist og er gamall landsliðsmaður. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við sænska handknattleikssambandið.

Undanfarin tvö ár hefur Boquist þjálfað Ricoh í efstu deild í Svíþjóð en með liðinu leikur Magnús Óli Magnússon. Þar áður þjálfaði Boquist VästeråsIrsta um fimm ára skeið.

Boquist, sem er 39 ára, lék yfir 200 leiki fyrir sænska landsliðið á árunum 1996-2008. Hann varð einu sinni heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari með Svíum.

„Ég var handviss um að ég myndi neita ef ég fengi tilboðið en þegar það kom loksins var gat ég ekki sagt nei. Að vera í kringum landsliðið er það skemmtilegasta sem til er,“ segir Boquist í yfirlýsingu frá sænska handknattleikssambandinu.

Fyrstu leikir Kristjáns og Boquist við stjórnvölinn hjá sænska landsliðinu eru gegn Svartfjallalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2018, 3. og 5. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Fyrsti landsliðshópur Kristjáns

Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Svía, Kristján Andrésson, hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp fyrir leikina gegn Svartfjallalandi og Slóvakíu í undankeppni EM.

Kristján: Erfitt að hafna þessu starfi

Kristján Andrésson var búinn að ákveða að hætta þjálfun fyrir nokkrum mánuðum en nú er hann orðinn þjálfari sænska karlalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×