Handbolti

Dagur stýrir Þýskalandi á HM en er með önnur tilboð í höndunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur gæti hætt með þýska landsliðið í sumar.
Dagur gæti hætt með þýska landsliðið í sumar. vísir/getty
Dagur Sigurðsson staðfesti í dag að hann myndi stýra þýska handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi í janúar.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í Wetzlar í dag en þar greindi Dagur einnig frá því að hann væri með önnur tilboð í höndunum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Dags undanfarna daga en óvíst er hvort hann verður áfram með þýska landsliðið.

Samningur Dags við þýska handknattleikssambandsins gildir fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó 2020 en báðir aðilar geta sagt honum upp fyrir 30. júní á næsta ári.

Dagur hefur m.a. verið orðaður við stórliðin Veszprém og Paris Saint-Germain. Vefritið Sport1.de í Þýskalandi greindi í síðustu viku frá því að Dagur fengi 600.000 evrur í árslaun hjá PSG, eða tvöfalt meira en hann fær hjá þýska handknattleikssambandinu.

„Ég er ekki með tilboð á borðinu sem ég þarf að skoða strax. Ég mun sjá til eftir 2-3 vikur,“ sagði Dagur og bætti því við að hann hafi skýrt sín mál fyrir þýska sambandinu.

Dagur tók við þýska landsliðinu fyrir tveimur árum síðan og hefur náð frábærum árangri með það. Hann gerði Þýskaland að Evrópumeisturum í janúar og á Ólympíuleikunum í Ríó vann þýska liðið til bronsverðlauna.


Tengdar fréttir

Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu

Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×