Handbolti

Löwen gefur Jacobsen leyfi til að taka við danska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jacobsen tekur við danska landsliðinu eftir HM í Frakklandi.
Jacobsen tekur við danska landsliðinu eftir HM í Frakklandi. vísir/getty
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Nikolaj Jacobsen taki þjálfun danska landsliðsins af Guðmundi Guðmundssyni.

TV2 greinir frá því í dag að Rhein-Neckar Löwen hafi gefið Jakobsen grænt ljós á að þjálfa danska landsliðið samhliða starfi sínu hjá þýsku meisturunum.

Þetta verður í annað sinn sem Jacobsen tekur við starfi Guðmundar en hann var einnig eftirmaður hans hjá Löwen.

Hinn 44 ára gamli Jacobsen lék lengi með danska landsliðinu auk þess sem hann gerði garðinn frægan hjá Kiel.

Jacobsen þjálfaði Aalborg áður en hann tók við Löwen 2014. Hann gerði liðið að Þýskalandsmeisturum á síðasta tímabili.

Guðmundur segir skilið við danska landsliðið eftir HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Hann tók við Dönum 2014 og gerði þá að Ólympíumeisturum í sumar.


Tengdar fréttir

Guðmundur: Getur vel farið svo að ég hætti í handbolta

"Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Vísi en það var tilkynnt í morgun að hann muni hætta með danska landsliðið á næsta ári.

Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur

Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×