Handbolti

Aron stýrði Aalborg til áttunda sigursins í fyrstu níu umferðunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aalborg, sem Aron Kristjánsson þjálfar, átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Mors-Thy á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 16-26, Aalborg í vil.

Þetta var áttundi sigur Aalborg í fyrstu níu umferðunum en liðið er með tveggja forystu á Bjerringbro/Silkeborg á toppi deildarinnar.

Arnór Atlason og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Aalborg í leiknum í kvöld.

Eftir fjóra sigra í röð tapaði Århus fyrir Skanderborg á útivelli, 31-29.

Róbert Gunnarsson fór mikinn í liði Århus í leiknum í kvöld og skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítaköstum.

Sigvaldi Guðjónsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu tvö mörk hvor fyrir Århus en sá síðarnefndi gaf einnig þrjár stoðsendingar.

Århus er með átta stig í 8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×