Handbolti

Þrjú íslensk mörk í tapi Kristianstad

Gunnar Steinnn skoraði þrjú mörk í dag.
Gunnar Steinnn skoraði þrjú mörk í dag. vísir/daníel
Íslendingaliðið Kristianstad tapaði með fimm mörkum fyrir MOL-Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 33-28.

Afar mikið var skorað í fyrri hálfleik, en staðan var 20-17 í hálfleik, Szeged í vil. Þeir héldu uppteknum hætti og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 33-28.

Ólafur Andrés Guðmundsson náði ekki að skora úr sínum fjórum tilraunum, en Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum. Arnar Freyr Arnarsson var ekki í leikmannahóp sænska liðsins, líklega vegna meiðsla.

Liðin eru bæði í B-riðli, en eftir sigurinn er Pick Szeged með jafn mörg stig og Rhein-Neckar Löwen í öðru til þriðja sæti. Kristianstad er í næst neðsta sætinu með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×