Handbolti

Sterkur útisigur Löwen í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur skoraði tvö mörk í dag.
Guðjón Valur skoraði tvö mörk í dag. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur á HC Vardar í B-riðli Meistaradeildar Evrópu, 29-26, en staðan í hálfleik var 15-15.

Fyrri hálfleikurinn var gífurlega jafn og staðan 15-15 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik stigu þýsku gestirnir á bensíngjöfina.

Þeir juku hægt og rólega forskot sitt og voru komnir með sex marka forskot þegar tíu mínútur voru eftir, en lokatölur urðu að endingu, 29-26.

Löwen er því í öðru sæti riðilsins með ellefu stig, en Vardar er á toppi riðilsins með tólf stig.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum, en Alexander Petersson náði ekki að skora úr sínu eina skoti. Markahæstur Ljónanna voru þeir Harald Reinkind og Mads Mensah Larsen með 8 mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×