Handbolti

Valur áfram eftir jafntefli í Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anton Rúnarsson og félagar eru komnir áfram í 16-liða úrslitin.
Anton Rúnarsson og félagar eru komnir áfram í 16-liða úrslitin. vísir/ernir
Valur er komið áfram í 16-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handbolta eftir jafntefli 25-25 gegn Haslum í síðari leik liðanna í Noregi í dag.

Valsmenn voru með gott forskot eftir fyrri leikinn, en þeir unnu fyrri leikinn með sjö marka mun, 31-24. Stórsigurinn í fyrri leiknum hjálpaði því mikið til.

Hlíðarendapiltarnir voru nánast allan tímann með tögl og haldir á leiknum og eru því verðskuldað komnir áfram í næstu umferð Áskorendabikarsins.

Góður árangur hjá Val að slá út þetta norska úrvalsdeildarlið og það verður fróðlegt að sjá hvaða liði Valsmenn mæta í næstu umferð Áskorendabikarsins.

Besti leikmaður Vals í leiknum var valinn Hlynur Morthens, en hann átti frábæran leik í marki Vals og lokaði rammanum á köflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×