Handbolti

Töp hjá bæði Aroni og Rúnari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar eru enn á toppi dönsku deildarinnar þrátt fyrir tapið í kvöld.
Aron og félagar eru enn á toppi dönsku deildarinnar þrátt fyrir tapið í kvöld. vísir/getty
Það gekk ekki nógu vel á íslensku þjálfurunum í dönsku og þýsku úrvalsdeildunum í handbolta í kvöld.

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Aalborg töpuðu með þriggja marka mun, 31-28, fyrir Skjern í dönsku deildinni.

Þrátt fyrir tapið er Aalborg enn á toppi deildarinnar. Liðið er með 18 stig, jafnmörg og Bjerringbro/Silkeborg.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði tvö mörk fyrir Aalborg og Arnór Atlason eitt. Tandri Már Konráðsson var ekki á meðal markaskorara hjá Skjern.

Balingen-Weilstetten, sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar, tapaði með minnsta mun, 27-28, fyrir Erlangen á heimavelli í þýsku deildinni.

Þetta var þriðja tap Balingen í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 15. sæti deildarinnar með sjö stig, einu stigi frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×