Handbolti

Snorri Steinn markahæstur í sigri Nimes og markahæstur í frönsku deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn er markahæstur í frönsku deildinni með 60 mörk.
Snorri Steinn er markahæstur í frönsku deildinni með 60 mörk. vísir/epa
Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Nimes sem bar sigurorð af Créteil, 25-29, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Snorri Steinn skoraði sjö mörk úr tólf skotum. Fjögur markanna komu úr vítaköstum.

Hann er áfram markahæstur í frönsku deildinni. Snorri Steinn hefur skorað 60 mörk í vetur, tveimur mörkum meira en Uwe Gensheimer, fyrrverandi samherji hans hjá Rhein-Neckar Löwen.

Ásgeir Örn Hallgrímsson lék ekki með Nimes í kvöld vegna meiðsla. Liðið er í 6. sæti deildarinnar með tíu stig.

Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason skoruðu tvö mörk hvor þegar Cesson-Rennes steinlá, 22-33, fyrir Chambéry á heimavelli.

Cesson-Rennes, sem hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð, er í 9. sæti deildarinnar með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×