Handbolti

Århus hársbreidd frá sigri | Naumur sigur hjá Vigni og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert skoraði sex mörk og var markahæstur í liði Århus.
Róbert skoraði sex mörk og var markahæstur í liði Århus. vísir/epa
Århus gerði jafntefli þegar liðið mætti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-28.

Ómar Ingi Magnússon kom Århus yfir með marki úr vítakasti, 27-28, þegar rúm mínúta var eftir. Róbert Gunnarsson var fékk tveggja mínútna brottvísun þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og Midtjylland nýtti sér liðsmuninn og skoraði jöfnunarmarkið þegar þrjár sekúndur lifðu leiks.

Róbert var markahæstur í liði Århus með sex mörk en Ómar Ingi kom næstur með fimm mörk. Sigvaldi Guðjónsson skoraði eitt og því voru íslensku mörkin hjá Århus í kvöld tólf talsins. Liðið er í 10. sæti deildarinnar með níu stig.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark þegar Team Tvis Holstebro vann eins marks sigur á Mors-Thy á útivelli, 28-29. Holstebro er í 5. sæti deildarinnar með 13 stig.

Það gengur ekkert hjá Randers sem tapaði enn einum leiknum í kvöld. Liðið sótti þá KIF Kolding Köbenhavn heim og þurfti að sætta sig við fjögurra marka tap, 30-26.

Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Randers sem er aðeins með eitt stig á botni deildarinnar. Arnór Freyr Stefánsson varði eitt skot í marki Randers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×