Viðskipti erlent

Ísland í stiklu fyrir Super Mario Run

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íslenska náttúruna er víða.
Íslenska náttúruna er víða. Vísir
Það virðist varla mega gera stiklu fyrir kvikmynd eða tölvuleik án þess að Ísland bregði fyrir en sú er nákvæmlega raunin í nýrri stiklu fyrir tölvuleikinn Super Mario Run sem kemur út í næstu viku.

Þar sést einstaklingur á miklum spretti í íslenskri náttúru. Leikurinn kemur út 15. desember og búist er við að muni verða mjög vinsæll og hafa greinendur á mörkuðum velt því fyrir sér hvort að leikurinn muni slá út Pokemon Go sem tröllreið öllu fyrr á árinu.

Leikurinn kemur út í App Store Apple og er gefinn út í samstarfi Nintendo og Apple. Leikurinn snýst einfaldlega um að hlaupa og safna peningum. Leikurinn byggir á Nintento-leikjunum fornfrægu um Super Mario.

Super Mario Run er fyrsti leikurinn sem Nintendo gefur út fyrir snjallsíma. Reiknað er með að um tuttugu milljónir notenda muni hala niður leiknum á fyrstu 30 dögunum frá útgáfu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×