Handbolti

Atli Ævar hafði betur í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli Ævar skoraði þrjú mörk í dag.
Atli Ævar skoraði þrjú mörk í dag. vísir/heimasíða guif
Sävehof átti í engum vandræðum með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en Sävehof vann átta marka sigur, 29-21.

Leikurinn var í járnum framan af og eftir tuttugu mínútur var staðan 10-8. Sävehof náði hins vegar aðeins að breikka bilið fyrir hlé og staðan var 16-11 í hálfleik.

Hægt og rólega juku heimamenn í Sävehof muninn og unnu að lokum með átta mörkum, 29-21, en Atli Ævar Ingólfsson skoraði þrjú mörk fyrir Sävehof.

Sävehof er í þriðja til sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, en Malmö, Redbergslids og Lugi eru einnig með 24 sig.

Örn Ingi Bjarkason komst ekki á blað fyrir Hammarby sem er í næst neðsta sæti deildarinnar með einungis fimm stig í sautján leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×