Golf

Gagnrýndi að karginn hafi verið sleginn en átti sjálfur í mestu vandræðum með hann | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu hófst í gær.

Fyrir mótið kvörtuðu ýmsir kylfingar yfir því að karginn á Erin Hills vellinum væri of hár og báðu um að hann yrði sleginn.

Rory McIlroy skaut hins vegar á þá sem létu hvað mest í sér heyra og sagði að bestu kylfingar í heimi ættu að ráða við þessar aðstæður.

McIlroy átti hins vegar sjálfur í mestu vandræðum í háa grasinu eins og sjá má á myndbandinu í spilaranum hér að ofan.

Bein útsending frá Opna bandaríska stendur nú yfir á Golfstöðinni. Umræður á Twitter fara fram undir kassamerkinu #365golf.


Tengdar fréttir

Mickelson tekur fjölskylduna fram yfir US Open

Það varð ljóst nú í hádeginu að einn besti kylfingur heims, Phil Mickelson, gæti ekki tekið þátt á US Open sem hefst í dag. Hann dró sig úr keppni af fjölskylduástæðum.

Loftbelgur hrapaði á US Open | Myndbönd

Það var ekki bara golfið sem vakti athygli á US Open í gær því litlu mátti muna að illa færi er loftbelgur hrapaði til jarðar nærri vellinum.

Fowler leiðir á US Open

Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler byrjaði best allra á öðru risamóti ársins, US Open, sem hófst á Erin Hills í Wisconsin í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×