Golf

Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti rysjóttan dag.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti rysjóttan dag. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á tíu höggum undir pari á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ólafía var á tíu höggum undir fyrir lokahringinn.

Dagurinn byrjaði vel hjá Ólafíu sem fékk fugl á annarri braut en það tók að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og var allt í einu komin átta höggum undir par. Hún lét þetta ekki á sig fá og nældi í fugl á níundu holu og var þá einum yfir pari eftir fyrri níu.

Ólafía fékk fjórða skollann á tólftu holu en rétti sig við á 13. og 14. holu þar sem hún fékk fugla og endaði daginn á pari eftir nokkuð skrautlegan lokadag.

Um tíma stefndi í að hún væri að bæta sinn besta árangur en svo verður ekki. Það kemur í ljós aðeins síðar í kvöld hver lokastaða hennar verður en hún er í kringum 40. sætið sem gefur henni um eina milljón króna í verðlaunafé.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×