Handbolti

Öruggur sigur Íslands á Marokkó

Elías Orri Njarðarson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk fyrir Ísland
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk fyrir Ísland mynd/hsí
Íslenska U21 árs landslið í handbolta lék á móti Marokkó í D-riðli á HM í Alsír.

Strákarnir okkar voru ekki neinum vandræðum með Marokkó og unnur öruggan sigur 35-18 eftir að hafa verið 11-8 yfir í hálfleik.

Aron Dagur Pálsson var markahæstur í liði Íslands með 6 mörk. Óðinn Þór Ríkharðsson, Kristján Örn Kristjánsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson skoruðu allir 5 mörk fyrir Ísland.

Einar Baldvin Baldvinsson stóð allan tímann í marki Íslands í leiknum og varði 18 skot.

Hjá Marokkó var það Icham Frid sem var langmarkahæstur með 7 mörk. Samir Baarmrani og Jamal Ali Oul vörðu báðir 4 skot í marki Marokkó.

Næsti leikur Íslands er á móti Króötum á mánudaginn kl 12:00 að staðartíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×