Golf

Ólafía fékk 2,6 milljónir í Skotlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn slær á opna skoska.
Ólafía Þórunn slær á opna skoska. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum langbesta árangri á tímabilinu er hún hafnaði í þrettánda sæti á opna skoska meistaramótinu í golfi.

Ólafía fékk 25094 dollara fyrir árangurinn eða rétt tæpar 2,6 milljónir króna. Hún hafði áður fengið mest 10437 dollara á tímabilinu en það var á móti í upphafi júlí.

Alls hefur Ólafía fengið 41737 dollara fyrir þrjú mót í júlí af 65140 dollurum á tímabilinu alls. Júlí hefur því breytt miklu fyrir Ólafíu og möguleikum á að halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni.

Sjá einnig: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs

Ólafía er nú í 104. sæti peningalista mótaraðarinnar og hoppar upp um átján sæti, úr því 122. Efstu 100 kylfingarnir á peningalistanum fá aftur þátttökurétt á næstu leiktíð.

En Ólafía gerði sér lítið fyrir og hoppaði beint upp í 21. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar en opna skoska var sameiginlegt mót fyrir Evrópu og LPGA. Sá árangur dugði henni til að fá þátttökurétt á opna breska, þriðja risamóti ársins, sem hefst á fimmtudag.

Valdís Þóra Jónsdóttir á einnig möguleika að komast á opna breska en hún hefur leik á úrtökumóti í dag.

Ólafía er nú aðeins tæpum fjögur þúsund dollurum frá kylfingnum sem situr í 100. sæti peningalista LPGA-mótararaðarinnar.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn verður með á opna breska

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×