Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla Magnús Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2017 12:00 Imelda Staunton í hlutverki sínu í Who's Afraid of Virginia Woolf. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til þess að sjá einhverja snjöllustu leikkonu samtímans takast á við eitt magnaðasta kvenhlutverk leikbókmennta síðustu aldar. En með beinum útsendingum frá The National Theater í London yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu er það hins vegar raunin. Í kvöld og annað kvöld, sem og um næstu helgi, verða beinar útsendingar í Bíói Paradís frá magnaðri uppfærslu breska þjóðleikhússins á Who‘s Afraid of Virginia Woolf? eftir leikskáldið Edward Albee. Ása Baldursdóttir hjá Bíói Paradís segir að þau séu komin í formlegt samstarf við breska þjóðleikhúsið um samstarf um aðgang að beinum útsendingum frá leikhúsinu. „Þetta er rosalega skemmtilegt að vera komin með þetta frábæra leikhús í bíó hérna heima á Íslandi og sýningin er algjörlega frábær. Imelda Staunton sem er þarna í aðalhlutverki hefur fengið frábæra dóma, þetta þykir vera mikill leiksigur. Staunton hefur vissulega leikið í fjölmörgum uppfærslum hjá þessu húsi og í fjölda kvik- og sjónvarpsmynda en það er gaman að því að yngra fólkið þekkir hana úr Harry Potter en aðrir kannski úr öðru eins og Vera Drake og fleiru. Þetta er alvöru stjarna.Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís. Visir/ErnirÞað eru líka fleiri fínir leikarar þarna eins og til dæmis Conleth Hill sem margir þekkja úr Game of Thrones og svo eru hlutverk ungu hjónanna í höndum Luke Treadaway og Imogen Poots en þau eru bæði rísandi stjörnur í bresku leikhúsi og kvikmyndum.“ Ása segir að hún hafi fengið að sjá smá prufu af útsendingunni í vikunni. „Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla – þetta er algjörlega frábær sýning og einstök reynsla að sjá þessa leikara brillera í þessum hlutverkum. Ég þekki þetta verk algjörlega en frammistaða Imeldu Staunton þarna á sviðinu er með slíkum ólíkindum að það gleymist allt og manni finnst maður aldrei hafa séð þetta áður. Það er því einstakt tækifæri falið í því fyrir íslenska leikhús-, kvikmyndaáhugamenn og konur að koma í Bíó Paradís í kvöld eða annað kvöld klukkan átta. Þeir sem eru ekki í bænum þurfa heldur ekki að örvænta því við endurtökum leikinn næstu helgi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til þess að sjá einhverja snjöllustu leikkonu samtímans takast á við eitt magnaðasta kvenhlutverk leikbókmennta síðustu aldar. En með beinum útsendingum frá The National Theater í London yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu er það hins vegar raunin. Í kvöld og annað kvöld, sem og um næstu helgi, verða beinar útsendingar í Bíói Paradís frá magnaðri uppfærslu breska þjóðleikhússins á Who‘s Afraid of Virginia Woolf? eftir leikskáldið Edward Albee. Ása Baldursdóttir hjá Bíói Paradís segir að þau séu komin í formlegt samstarf við breska þjóðleikhúsið um samstarf um aðgang að beinum útsendingum frá leikhúsinu. „Þetta er rosalega skemmtilegt að vera komin með þetta frábæra leikhús í bíó hérna heima á Íslandi og sýningin er algjörlega frábær. Imelda Staunton sem er þarna í aðalhlutverki hefur fengið frábæra dóma, þetta þykir vera mikill leiksigur. Staunton hefur vissulega leikið í fjölmörgum uppfærslum hjá þessu húsi og í fjölda kvik- og sjónvarpsmynda en það er gaman að því að yngra fólkið þekkir hana úr Harry Potter en aðrir kannski úr öðru eins og Vera Drake og fleiru. Þetta er alvöru stjarna.Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís. Visir/ErnirÞað eru líka fleiri fínir leikarar þarna eins og til dæmis Conleth Hill sem margir þekkja úr Game of Thrones og svo eru hlutverk ungu hjónanna í höndum Luke Treadaway og Imogen Poots en þau eru bæði rísandi stjörnur í bresku leikhúsi og kvikmyndum.“ Ása segir að hún hafi fengið að sjá smá prufu af útsendingunni í vikunni. „Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla – þetta er algjörlega frábær sýning og einstök reynsla að sjá þessa leikara brillera í þessum hlutverkum. Ég þekki þetta verk algjörlega en frammistaða Imeldu Staunton þarna á sviðinu er með slíkum ólíkindum að það gleymist allt og manni finnst maður aldrei hafa séð þetta áður. Það er því einstakt tækifæri falið í því fyrir íslenska leikhús-, kvikmyndaáhugamenn og konur að koma í Bíó Paradís í kvöld eða annað kvöld klukkan átta. Þeir sem eru ekki í bænum þurfa heldur ekki að örvænta því við endurtökum leikinn næstu helgi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira