Viðskipti erlent

Hundar ástæða íbúðakaupa hjá ungu fólki

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hundar að leik á Geirsnefi. Hvort eigendur þeirra hafi ráðist í íbúðakaup vegna þeirra skal ósagt látið.
Hundar að leik á Geirsnefi. Hvort eigendur þeirra hafi ráðist í íbúðakaup vegna þeirra skal ósagt látið. visir/vilhelm
Svo virðist sem ein meginástæða þess að ungt fólk fætt eftir 1980, sem tilheyrir þúsaldarkynslóðinni, kaupi sér húsnæði sé hundaeign ef marka má nýja könnun.

Time greinir frá því að ný könnun SunTrust Mortgage sýni að þriðjungur þeirra sem tilheyra þúsaldarkynslóðinni og keyptu nýverið fyrsta heimili sitt hafi gert það vegna hunda sinna. Fleiri nefna hund sem ástæðu íbúðakaupa en hjónaband eða barneignir.

Time hefur eftir Dorindu Smith, framkvæmdastjóra SunTrust, að það geti verið erfiðara og dýrara að vera á leigumarkaði með hund og því megi minnka stress sem því fylgi með því að koma sér upp betri húsnæðiskosti.

Samkvæmt könnuninni sögðu 42 prósent aðspurðra sem tilheyrðu þúsaldarkynslóðinni, en höfðu ekki keypt sér húsnæði, að hundurinn þeirra eða áform þeirra um að eignast hund væri lykilástæða fyrir því að eignast eigið heimili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×