Viðskipti erlent

Padda missir starfið hjá Lego

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bali Padda er fyrsti framkvæmdastjóri LEGO á Bretlandseyjum.
Bali Padda er fyrsti framkvæmdastjóri LEGO á Bretlandseyjum. LEGO
Framkvæmdastjóra danska leikfangaframleiðandans Lego hefur verið skipt út eftir aðeins 8 mánuði í starfi. Hinn 61 árs gamli Bali Padda tók við starfinu í desember síðastliðnum og hefur allar götur síðan sagt að hann byggist ekki við því að vera í starfinu til langframa vegna aldurs síns.

Eftirmaður Padda, Niels Christiansen, er 51 árs gamall og var áður hjá Danfoss sem sérhæfir sig í hverskyns stýritækjum fyrir hitastig, svo sem ofnum og kælibúnaði.

Þegar Padda hóf störf fyrir Lego undir lok síðasta árs sagði fyrirtækið að leitin að eftirmanni hans myndi hefjast strax. Sú leit gekk „hraðar fyrir sig en gert var ráð fyrir,“ segir talsmaður Lego í samtali við BBC.

Hann segir ennfremur að Christiansen hann muni hefja störf í október næstkomandi og að hann sé „fullkominn“ fyrir Lego.

Padda, sem starfað hefur hjá Lego í 15 ár, verður áfram ráðgjafi hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×