Umfjöllun: Selfoss - FH 24-23 | FH-ingar tapa sínum öðrum leik í röð

Sindri Freyr Ágústsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH. vísir/eyþór
Heimamenn frá Selfossi náðu að sigra FH í hörkuspennandi leik í kvöld. Heimamenn byrjuðu að miklum krafti og leiddu í hálfleik 12-7.

Snemma í seinni hálfleik var Selfoss komið með sjö marka forskot, FH menn gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn eftir þrjú mörk skoruð og góð stopp í vörninni en það dugði ekki til og Selfyssingar kláruðu leikinn 24-23.

Afherju vann Selfoss?

Selfyssingar spiluðu frábæra vörn allan leikinn og áttu FH-ingar erfitt með að komast framhjá sterkri vörn heimamanna.

Það var gríðarlega mikil barátta í þeim í vörninni og það var klárt mál að þeir ætluðu sér að vinna leikinn.

Þegar FH náði að jafna leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa verið sjö mörkum undir náði Selfoss liðið að halda haus og það var lykillinn að sigri þeirra.

Bestu menn vallarins?

Maður leiksins í kvöld var án nokkurs vafa hinn ungi og efnilegi Haukur Þrastarson, hann skoraði sex mörk og spilaði frábæra vörn. Haukur sýndi það og sannaði það í kvöld að hann sé leikmaður sem allir eiga að fylgjast með.

 

Teitur átti líka mjög góðan leik í kvöld og tókst honum að skora átta mörk í leiknum. Síðan var Sölvi Ólafsson frábær í markinu hjá heimamönnum með 13 varin skot.

Hjá gestunum var Óðinn Þór Ríkharðsson mikilvægur í sókninni, hann endaði með átta mörk og voru nokkur þeirra mjög mikilvæg fyrir þá er FH-ingarnir voru að reyna að vinna forskotið til baka. Einar Rafn Eiðsson skilaði fimm  mörkum í kvöld og átti fínan leik.

Staðan?

Selfoss er í fimmta sæti eins og staðan er núna með 12 stig en Stjarnan sem eru með einu stigi minna eiga leik til góða.

FH er enn á toppnum með 16 stig en bæði Valur og ÍBV sem fylgja þeim fast eftir.

Hvað næst?

Selfoss fer í víkina næsta sunnudag er þeir mæta Víkingum og FH fær Stjörnuna í heimsókn en sá fer fram næsta fimmtudag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira