Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Grótta 34-31 | Fyrsti sigur Fjölnis Benedikt Grétarsson skrifar 26. nóvember 2017 19:30 Fjölnir vann i dag sinn fyrsta leik í Olísdeild karla í handbolta þegar Grafarvogsliðið skellti Gróttu 34-31. Staðan í hálfleik var 19-17 Fjölni í vil en þetta var fyrsti leikur 11. umferðar. Markahæstur í liði Fjölnis var Breki Dagsson með átta mörk en Breki skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik þegar hann fór á kostum. Max Jonsson skoraði 10 mörk fyrir Gróttu en var ansi mistækur. Liðin höfðu sætaskipti við þennan sigur Fjölnis. Grótta er í 11.sæti með sín fjögur stig en Fjölnir er núna í 10.sæti með fimm stig. Fyrri hálfleikur var ansi hraður og skemmtilegur. Hvorugt liðið náði takti varnarlega og mörkin komu á færibandi. Heimamenn voru alltaf skrefi á undan og Gróttumenn virkuðu hægir og flatir í flestum sínum aðgerðum. Fjölnir komst í 10-6 og Grafarvogsliðið hafði fín tök á gestum sínum af Seltjarnarnesi. Þá kom hins vegar góður kafli Gróttu, þar sem menn voru grimmir að refsa með hröðum upphlaupum. Það var einmitt í einu slíku að Finnur Ingi Stefánsson meiddist illa. Allt sauð upp úr, þar sem bróðir Finns, Júlíus Þórir Stefánsson vildi meina að Kristján Örn Kristjánsson hefði stuggað við Finni í dauðafærinu. Ekki var hægt að sjá að Kristján hefði í raun komið við Finn en fyrstu fréttir herma að þessi snjalli hornamaður hafi meiðst á hásin. Einstaklega leiðinlegt fyrir Finn og Gróttu en hann var rétt að koma til baka eftir erfið meiðsli. Leikurinn var áfram í jafnvægi eftir þetta en heimamenn þó alltaf skrefi á undan. Hálfleikstölurnar, 19-17 segja margt um þann varnarleik og markvörslu sem boðið var upp á í dag. Síðari hálfleikur var vægast sagt á brúninni. Fjölnir hélt sínum undirtökum en Grótta hleypti þeim aldrei of langt frá sér. Heimamenn hafa verið að missa dampinn í jöfnum leikjum í vetur og það voru eflaust einhverjir meðal áhorfenda sem óttuðust einmitt slíkt hrun á ögurstundu. Það gerðist hins vegar ekki. Bjarki Snær Jónsson varði nokkur skot á mikilvægum augnablikum og gömlu kempurnar Sveinn Þorgeirsson og Andri Berg Haraldsson skiluðu frábæru framlagi í vörn og sókn. Leikurinn leystist upp í svolítið rugl undir lokin þar sem margir dómar vöktu furðu og leikmenn fuku út af nánast í hverri sókn. Gróttumenn létu mótlætið fara virkilega í taugarnar á sér og Fjölnir gekk á lagið. Sigur heimamanna var að lokum sanngjarn að mínu mati, Grótta einfaldlega gerði ekki nóg til að vinna leikinn.Af hverju vann Fjölnir leikinn?Það var bara meiri kraftur og vilji í heimamönnum. Sóknarleikurinn gekk prýðilega gegn ömurlegri vörn Gróttu og það voru margir að skila mikilvægu framlagi. Bjarki Snær varði líka mjög mikilvæg skot í seinni hálfleik og það skilaði Fjölni ágætri forystu á lykil-augnablikum. Ekki má heldur horfa framhjá því að Gróttumenn gjörsamlega misstu hausinn í lokin.Hverjir stóðu upp úr?Breki Dagsson var frábær í fyrri hálfleik fyrir Fjölni og skoraði sjö mörk í öllum regnbogans litum. Kristján Örn er alltaf stórhættulegur og ef hann losnaði úr strangri gæslu, var voðinn vís fyrir Gróttu. Brynjar Loftsson nýtti sín færi vel í horninu. Það er erfitt að finna menn í Gróttu sem stóðu upp úr. Nökkvi var flottur í fyrri hálfleik en týndur í þeim síðari. Daði átti nokkra spretti en það er ljóst að Max Jonsson á langt í land með að ná fyrra formi. Svíinn skoraði 10 mörk en gerði urmul mistaka.Hvað gekk illa?Varnarleikur og markvarsla beggja liða var lengstum í molum. Eins og áður sagði, þá tók Bjarki nokkra góða bolta fyrir Fjölni og það vóg þungt þegar upp var staðið. Einbeitingin var ekki til staðar hjá Gróttu á ögurstundu og þann part þurfa menn að bæta. Svo gekk líka herfilega að halda sér inni á vellinum en það er önnur umræða.Hvað gerist næst?Fjölnismenn leika annan risaleik í fallbaráttunni, þegar Víkingar koma í heimsókn. Það er ekkert hægt að undirstrika það nægilega mikið hversu mikilvægu sá leikur verður fyrir bæði lið en það er eitthvað sem segir mér að Fjölnir muni landa öðrum sigri í þeim leik. Gróttu bíður ansi strembið verkefni en þá fara lærisveinar Kára Garðarssonar á Hlíðarenda og mæta Íslandsmeisturum Vals. Fyrir mánuði hefði ég sett aleiguna á heimasigur en þetta Gróttulið er einfaldlega ekki það sama og í upphafi móts. Ef menn mæta hins vegar jafn flatir og í dag, fer virkilega illa gegen Val.Fjölnir: Breki Dagsson 8, Brynjar Loftsson 7, Kristján Örn Kirstjánsson 6, Andri Berg Haraldsson 6, Sveinn Þorgeirsson 3, Sveinn Jóhannsson 2, Arnar Snær Magnússon 2.Grótta: Maximilian Johnsson 9, Daði Gautason 6, Nökkvi Dan Elliðason 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Júlíus Þórir Stefánsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 2, Pétur Árni Hauksson 1, Hannes Grimm 1.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Dalhúsum í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.Arnar: Jon Snow var frábær Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, var í skýjunum með fyrsta sigur liðsins í Olísdeildinni. „Þetta var rosalegur leikur en mér fannst við samt alltaf vera með frumkvæðið. Grótta kemur til baka og jafnar, enda með flotta leikmenn og gott lið en ég er bara rosalega ánægður með mina menn. Við héldum haus þegar mest á reyndi.“ Fjölnir hefur verið í nokkrum jöfnum leikjum í vetur en gengið illa að klára dæmið með sigri. Arnar er ánægður með að menn kláruðu þennan leik þegar mest á reyndi. „Það gekk eftir í dag. Það munaði mikið um að við fáum góð mörk úr öllum stöðum fyrir utan, ekki bara nánast frá Kristjáni. Svenni skorar þrjú og Andri Berg sex mörk. Það munar um þetta, heldur betur.“ Markvarslan var ekkert sérstök í leiknum en Bjarki Snær Jónsson átti þó fína innkomu í seinni hálfleik og varði nokkur mikilvæg skot. „Já, Jon Snow eins og við köllum hann var frábær og ég er mjög ánægður með hann . Ég er bara ánægður með liðið í heild sinni og það er langt í frá sjálfgefið að klára svona leik.“ Fjölnir mætir Víkingi í öðrum stórum leik í fallbaráttunni í næstu umferð. „Já, það vita flestir að þessi þrjú lið (Fjölnir, Grótta og Víkingur) eru í þessum pakka og allir þessir leikir skipta máli. Fyrir mér eru allir leikir stórir en okkur gekk mjög vel gegn Víking um daginn í bikarnum. Þeir koma eflaust til eiks með einhverjar lausnir gegn okkur og það er okkar að svara því,“ sagði sigurreifur Arnar Gunnarsson.Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni „Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleik og 34 alls. Það er bara langt yfir því sem við höfum verið að fá á okkur í vetur og við náum bara engum takti í varnarleiknum. Svo er sóknarleikurinn ekkert sérstakur í seinni hálfleik þó að við skorum 31 mark. Við erum bara langt á eftir þeim í vörn og markvörslu,“ sagði Kári Garðarsson eftir 34-31 tap Gróttu gegn Fjölni í Olísdeild karla. Varnarleikurinn var lélegur og óhætt er að segja að slíkt megi líka segja um sóknarleikinn á ögurstundu. „Menn ætluðu að kvitta fyrir og komast í jafnan leik og reyna að stela sigrinum og þá gerast svona hlutir. Heilt yfir, erum við okkur sjálfum verstir í þessum leik. Fjölnir á þennan sigur svo sannarlega skilið.“ Blaðamaður minnist á þá staðreynd að það var allt að verða vitlaust hjá báðum liðum vegna dómgæslunnar. „Það er hárrétt, það var við það að sjóða upp úr og ekki að ástæðulausu. Mér fannst þetta vera á köflum algjör sirkus, ég verð að segja það alveg eins og er. Þetta dómarapar á að mínu viti ekki heima í þessari deild og á þessu „leveli“. Það er bara ekki mitt að stjórna dómaramálum á Íslandi, kannski sem betur fer,“ sagði mjög ósáttur Kári. Finnur Ingi Stefánsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og fyrstu fréttir herma að um meiðsli á hásin sé að ræða. „Hann er bara upp á spítala núna. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin og við vonum bara það besta. Það er best að láta læknana úrskurða um þetta og vera ekki að geta of mikið í eyðurnar,“ sagði Kári að lokum.Breki Dagsson var drjúgur í liði Fjölnis.Vísir/Anton Olís-deild karla
Fjölnir vann i dag sinn fyrsta leik í Olísdeild karla í handbolta þegar Grafarvogsliðið skellti Gróttu 34-31. Staðan í hálfleik var 19-17 Fjölni í vil en þetta var fyrsti leikur 11. umferðar. Markahæstur í liði Fjölnis var Breki Dagsson með átta mörk en Breki skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik þegar hann fór á kostum. Max Jonsson skoraði 10 mörk fyrir Gróttu en var ansi mistækur. Liðin höfðu sætaskipti við þennan sigur Fjölnis. Grótta er í 11.sæti með sín fjögur stig en Fjölnir er núna í 10.sæti með fimm stig. Fyrri hálfleikur var ansi hraður og skemmtilegur. Hvorugt liðið náði takti varnarlega og mörkin komu á færibandi. Heimamenn voru alltaf skrefi á undan og Gróttumenn virkuðu hægir og flatir í flestum sínum aðgerðum. Fjölnir komst í 10-6 og Grafarvogsliðið hafði fín tök á gestum sínum af Seltjarnarnesi. Þá kom hins vegar góður kafli Gróttu, þar sem menn voru grimmir að refsa með hröðum upphlaupum. Það var einmitt í einu slíku að Finnur Ingi Stefánsson meiddist illa. Allt sauð upp úr, þar sem bróðir Finns, Júlíus Þórir Stefánsson vildi meina að Kristján Örn Kristjánsson hefði stuggað við Finni í dauðafærinu. Ekki var hægt að sjá að Kristján hefði í raun komið við Finn en fyrstu fréttir herma að þessi snjalli hornamaður hafi meiðst á hásin. Einstaklega leiðinlegt fyrir Finn og Gróttu en hann var rétt að koma til baka eftir erfið meiðsli. Leikurinn var áfram í jafnvægi eftir þetta en heimamenn þó alltaf skrefi á undan. Hálfleikstölurnar, 19-17 segja margt um þann varnarleik og markvörslu sem boðið var upp á í dag. Síðari hálfleikur var vægast sagt á brúninni. Fjölnir hélt sínum undirtökum en Grótta hleypti þeim aldrei of langt frá sér. Heimamenn hafa verið að missa dampinn í jöfnum leikjum í vetur og það voru eflaust einhverjir meðal áhorfenda sem óttuðust einmitt slíkt hrun á ögurstundu. Það gerðist hins vegar ekki. Bjarki Snær Jónsson varði nokkur skot á mikilvægum augnablikum og gömlu kempurnar Sveinn Þorgeirsson og Andri Berg Haraldsson skiluðu frábæru framlagi í vörn og sókn. Leikurinn leystist upp í svolítið rugl undir lokin þar sem margir dómar vöktu furðu og leikmenn fuku út af nánast í hverri sókn. Gróttumenn létu mótlætið fara virkilega í taugarnar á sér og Fjölnir gekk á lagið. Sigur heimamanna var að lokum sanngjarn að mínu mati, Grótta einfaldlega gerði ekki nóg til að vinna leikinn.Af hverju vann Fjölnir leikinn?Það var bara meiri kraftur og vilji í heimamönnum. Sóknarleikurinn gekk prýðilega gegn ömurlegri vörn Gróttu og það voru margir að skila mikilvægu framlagi. Bjarki Snær varði líka mjög mikilvæg skot í seinni hálfleik og það skilaði Fjölni ágætri forystu á lykil-augnablikum. Ekki má heldur horfa framhjá því að Gróttumenn gjörsamlega misstu hausinn í lokin.Hverjir stóðu upp úr?Breki Dagsson var frábær í fyrri hálfleik fyrir Fjölni og skoraði sjö mörk í öllum regnbogans litum. Kristján Örn er alltaf stórhættulegur og ef hann losnaði úr strangri gæslu, var voðinn vís fyrir Gróttu. Brynjar Loftsson nýtti sín færi vel í horninu. Það er erfitt að finna menn í Gróttu sem stóðu upp úr. Nökkvi var flottur í fyrri hálfleik en týndur í þeim síðari. Daði átti nokkra spretti en það er ljóst að Max Jonsson á langt í land með að ná fyrra formi. Svíinn skoraði 10 mörk en gerði urmul mistaka.Hvað gekk illa?Varnarleikur og markvarsla beggja liða var lengstum í molum. Eins og áður sagði, þá tók Bjarki nokkra góða bolta fyrir Fjölni og það vóg þungt þegar upp var staðið. Einbeitingin var ekki til staðar hjá Gróttu á ögurstundu og þann part þurfa menn að bæta. Svo gekk líka herfilega að halda sér inni á vellinum en það er önnur umræða.Hvað gerist næst?Fjölnismenn leika annan risaleik í fallbaráttunni, þegar Víkingar koma í heimsókn. Það er ekkert hægt að undirstrika það nægilega mikið hversu mikilvægu sá leikur verður fyrir bæði lið en það er eitthvað sem segir mér að Fjölnir muni landa öðrum sigri í þeim leik. Gróttu bíður ansi strembið verkefni en þá fara lærisveinar Kára Garðarssonar á Hlíðarenda og mæta Íslandsmeisturum Vals. Fyrir mánuði hefði ég sett aleiguna á heimasigur en þetta Gróttulið er einfaldlega ekki það sama og í upphafi móts. Ef menn mæta hins vegar jafn flatir og í dag, fer virkilega illa gegen Val.Fjölnir: Breki Dagsson 8, Brynjar Loftsson 7, Kristján Örn Kirstjánsson 6, Andri Berg Haraldsson 6, Sveinn Þorgeirsson 3, Sveinn Jóhannsson 2, Arnar Snær Magnússon 2.Grótta: Maximilian Johnsson 9, Daði Gautason 6, Nökkvi Dan Elliðason 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Júlíus Þórir Stefánsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 2, Pétur Árni Hauksson 1, Hannes Grimm 1.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Dalhúsum í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.Arnar: Jon Snow var frábær Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, var í skýjunum með fyrsta sigur liðsins í Olísdeildinni. „Þetta var rosalegur leikur en mér fannst við samt alltaf vera með frumkvæðið. Grótta kemur til baka og jafnar, enda með flotta leikmenn og gott lið en ég er bara rosalega ánægður með mina menn. Við héldum haus þegar mest á reyndi.“ Fjölnir hefur verið í nokkrum jöfnum leikjum í vetur en gengið illa að klára dæmið með sigri. Arnar er ánægður með að menn kláruðu þennan leik þegar mest á reyndi. „Það gekk eftir í dag. Það munaði mikið um að við fáum góð mörk úr öllum stöðum fyrir utan, ekki bara nánast frá Kristjáni. Svenni skorar þrjú og Andri Berg sex mörk. Það munar um þetta, heldur betur.“ Markvarslan var ekkert sérstök í leiknum en Bjarki Snær Jónsson átti þó fína innkomu í seinni hálfleik og varði nokkur mikilvæg skot. „Já, Jon Snow eins og við köllum hann var frábær og ég er mjög ánægður með hann . Ég er bara ánægður með liðið í heild sinni og það er langt í frá sjálfgefið að klára svona leik.“ Fjölnir mætir Víkingi í öðrum stórum leik í fallbaráttunni í næstu umferð. „Já, það vita flestir að þessi þrjú lið (Fjölnir, Grótta og Víkingur) eru í þessum pakka og allir þessir leikir skipta máli. Fyrir mér eru allir leikir stórir en okkur gekk mjög vel gegn Víking um daginn í bikarnum. Þeir koma eflaust til eiks með einhverjar lausnir gegn okkur og það er okkar að svara því,“ sagði sigurreifur Arnar Gunnarsson.Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni „Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleik og 34 alls. Það er bara langt yfir því sem við höfum verið að fá á okkur í vetur og við náum bara engum takti í varnarleiknum. Svo er sóknarleikurinn ekkert sérstakur í seinni hálfleik þó að við skorum 31 mark. Við erum bara langt á eftir þeim í vörn og markvörslu,“ sagði Kári Garðarsson eftir 34-31 tap Gróttu gegn Fjölni í Olísdeild karla. Varnarleikurinn var lélegur og óhætt er að segja að slíkt megi líka segja um sóknarleikinn á ögurstundu. „Menn ætluðu að kvitta fyrir og komast í jafnan leik og reyna að stela sigrinum og þá gerast svona hlutir. Heilt yfir, erum við okkur sjálfum verstir í þessum leik. Fjölnir á þennan sigur svo sannarlega skilið.“ Blaðamaður minnist á þá staðreynd að það var allt að verða vitlaust hjá báðum liðum vegna dómgæslunnar. „Það er hárrétt, það var við það að sjóða upp úr og ekki að ástæðulausu. Mér fannst þetta vera á köflum algjör sirkus, ég verð að segja það alveg eins og er. Þetta dómarapar á að mínu viti ekki heima í þessari deild og á þessu „leveli“. Það er bara ekki mitt að stjórna dómaramálum á Íslandi, kannski sem betur fer,“ sagði mjög ósáttur Kári. Finnur Ingi Stefánsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og fyrstu fréttir herma að um meiðsli á hásin sé að ræða. „Hann er bara upp á spítala núna. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin og við vonum bara það besta. Það er best að láta læknana úrskurða um þetta og vera ekki að geta of mikið í eyðurnar,“ sagði Kári að lokum.Breki Dagsson var drjúgur í liði Fjölnis.Vísir/Anton
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti