Viðskipti erlent

Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi

Kjartan Kjartansson skrifar
Stjórnendur Uber þögðu þunnu hljóði um gagnastuldinn í meira en ár.
Stjórnendur Uber þögðu þunnu hljóði um gagnastuldinn í meira en ár. Vísir/Getty
Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum og Bretland, ætla að rannsaka viðbrögð leigubílaþjónustunnar Uber við meiriháttar gagnastuldi í fyrra. Stjórnendur fyrirtækisins vissu af stuldinum fyrir meira en ári en héldu honum leyndum.

Upplýsingar um 57 milljónir viðskiptavina og bílstjóra fyrirtækisins var stolið í tölvuinnbrotinu í fyrra. Fyrirtækið er sagt hafa greitt tölvuþrjótunum hundrað þúsund dollara til að eyða gögnunum.

Auk Bandaríkjanna og Bretlands ætla yfirvöld í Ástralíu og á Filippseyjum að rannsaka viðbrögð Uber. Forsvarsmenn Uber segjast hafa verið í samskiptum við samkeppnisstofnun Bandaríkjanna um gagnastuldinn. Þá eru saksóknarar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna að skoða málið.

Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að sekt liggi við því að upplýsa ekki notendur og yfirvöld um gagnastuld af þessu tagi í Bretlandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×