Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. nóvember 2017 17:14 Ajit Pai stýrir Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna. vísir/Getty Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira