Handbolti

Björgvin Páll: Þurfum að sýna dómurunum meiri virðingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll vill sjá breytingu á viðhorfi til dómara.
Björgvin Páll vill sjá breytingu á viðhorfi til dómara. vísir/anton
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hvetur leikmenn, þjálfara og sérfræðinga um Olís-deildina í handbolta til að sýna dómurum deildarinnar meiri virðingu og gefa þeim meiri vinnufrið. Og hann undanskilur sjálfan sig ekki í þeim efnum.

Björgvin Páll skrifaði eftirfarandi á Twitter í gærkvöldi:

Mikil umræða hefur verið um dómgæsluna í Olís-deildinni en að marga mati mati hefur hún ekki verið upp á marga fiska.

Í Akraborginni í gær lýsti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, svo yfir áhyggjum sínum af því hversu fáa dómara við ættum. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.

Björgvin Páll og félagar í Haukum lutu í lægra haldi fyrir ÍR í gær, 24-23.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×