Handbolti

Arnar: Ég er brjálaður

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Arnar náði ekki að kveikja neistann hjá sínum mönnum.
Arnar náði ekki að kveikja neistann hjá sínum mönnum. vísir/eyþór
„Ég er brjálaður,“ sagði vægast sagt ósáttur þjálfari Fjölnis, Stefán Arnar, eftir naumt tap hans manna gegn Selfyssingum í dag, 32-30.

En Stefán var ekki brjálaður út í leik sinna manna og aðspurður hvort það væri dómgæslan sem hann væri ósáttur við var hann ekki í neinum vafa.

„Já. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi það í viðtali,“ sagði Arnar en hann telur ekki sömu reglur gilda um sitt lið og önnur.

„Dómgæslan var mjög ósanngjörn. Mér finnst við ekki vera að keppa á jafnréttisgrundvelli. Því miður.“

Allt ætlaði um koll að keyra á lokamínútum leiksins er fjöldinn allur af tveggja mínútna brotvísunum litu dagsins ljós sem og tvö bein rauð spjöld, eitt á hvort lið.

Aðspurður hvort hann teldi dómara eiga sök á úrslitum leiksins vildi hann ekki ganga svo langt.

„Ég ætla ekki að koma með neinar þannig yfirlýsingar. Það var fullt af hlutum sem við gátum gert betur,“ sagði Stefán og hélt áfram.

„Hefðum mátt vera klókari. Þeir skora fjögur mörk í tómt markið af því við erum of lengi eða hreinlega gleymum að skipta manni út fyrir markmann.“

Fjölnir var með forystuna allan leikinn fram á síðustu fimm mínútum leiksins

„Ég er mjög stolltur af mínu liði og mér fannst við spila nógu vel til að vinna.“

Fjölnir situr á botni Olís deildarinnar eftir þrettán umferðir með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×